Kynning á nýrri uppboðsklukku
RSF hefur undanfarið verið að vinna að nýrri uppboðsklukku.
Nýja uppboðsklukkan verður á vefnum en ekki forrit eins og sú sem er núna.
Kaupendur losna við að nota VPN og þurfa ekki að hlaða niður hugbúnaði.
Samfara nýrri klukku mun RSF kynna til sögunnar töluvert af nýjum möguleikum.
Klukkan mun virka bæði á PC, Apple og spjaldtölvum auk þess er stefnt að því að hún virki á snjallsímum.
RSF ætlar í lok maí að kynna nýju klukkuna betur fyrir kaupendum sem áhuga hafa.
Kynningin verður á skrifstofu RSF og mun taka u.þ.b. 1 klst.
Við viljum hafa kynninguna sem besta og árangursríkasta og þess vegna viljum við ekki hafa of marga kaupendur í einu.
Við biðjum því kaupendur að skrá þátttöku sína í síðasta lagi fimmtudaginn 19/5 og hvaða tími hentar.
Kaupendur hafa val um 6 tímasetningar og geta valið um 1 eða fleiri eða jafnvel allar.
Endilega skráið eins margar og mögulegt til að þægilegra verði fyrir okkur að raða ykkur á kynnningarnar.
Föstudaginn 20/5 munum við senda tímasetninguna ykkar á skráð netfang. RSF mun síðan jafna fjöldanum á tímasetningarnar með hliðsjón af skráningunni.
Tímasetningarnar eru eftirfarandi:
-
Þriðjudagurinn 24/5, kl. 8:30 og 10:00
-
Miðvikudagurinn 25/5, kl. 8:30 og 10:00
-
Fimmtudagurinn 26/5, kl. 8:30 og 10:00
Hvetjum sem flesta til að mæta og fá sér kaffi og með því í leiðinni.
Hafið fartölvu með ykkur ef mögulegt, því við munum á fundinum úthluta aðgöngum að nýju klukkunni og fá kaupendur í lið með okkur við prófanir.
Munum keyra prufuuppboð á kynningunni og síðan auglýsa regluleg prufuuppboð sem hægt er að taka þátt í.