Skip to main content
RSF

Prufur á nýju uppboðskerfi á sýningunni

Skrifað Mánudaginn 26. september 2016, kl. 15:18

RSF ætlar að hafa reglulegar prufur í haust og vetur á nýja uppboðskerfinu sem við erum að þróa. Vegna sjávarútvegssýningarinnar verðum við með 2 prufur í þessari viku. Þær verða miðvikudaginn, 28/9, kl. 16:30 og föstudaginn, 30/9, kl. 10:30. Hvetjum kaupendur til að taka þátt í prufunum.

Núna er hægt að velja einingar úr stæðum, sem bjóða upp á það. Auk þess er hægt að stilla hvort stæðulistinn fyrir neðan fylgi uppboðinu eða ekki.
Einnig er hægt að setja inn tilboð.

Þeir kaupendur sem ekki hafa látið virkja kerfið í einkaaðgangi sínum og langar að skoða skulu hafa samband við RSF. Hringja í RSF eða senda tölvupóst.

Uppboðskerfið er tengt notendanafni ykkar í einkaaðgangi. Þegar prufurnar eru í gangi er hægt að fylgjast með í básnum okkar á sýningunni, B12 (nýja höllin).

Kíkið á okkur.