Skip to main content
RSF

Nýjungar í uppboðsforriti - Prufa miðvikudaginn 19/10

Skrifað Þriðjudaginn 18. október 2016, kl. 13:03

RSF mun hafa prufuuppboð á morgun miðvikudaginn, 19/10, kl. 9:30.
Kynnum nýjungar í forritinu.

Ef kaupandi kaupir á uppboðinu í dag og vill kaupa allar einingar sem í boði eru ýtir hann á stafabil og síðan á + (plús) eða slær inn heildarfjöldann og síðan á Enter.

Það þarf ekki í nýja forritinu því til þess að taka allar einingar er ýtt beint á +. Þá opnast ekki valglugginn og kaupandi fær allt. Á sama hátt er hægt að ýta - (mínus/bandstrik) og þá fær kaupandinn lágmarkseiningafjölda af því sem í boði er.

Síðan er hægt að gera snöggboð með því að ýta á t á lyklaborðinu og síðan verðið sem kaupandinn er tilbúinn að greiða fyrir stæðuna og síðan á Enter. Þá stoppar kerfið klukkuna á því verði ef hún fer svo langt. Þetta er hægt að nota í stað snöggboðsins þar sem ýtt er á verðið á klukkunni ef verðið er ekki komið á klukkuna.

Hvetjum kaupendur til að taka þátt og prófa fyrir okkur.