Skip to main content
RSF

Metsala í ágúst og september - Metár

Skrifað Mánudaginn 24. október 2016, kl. 13:21

Sala á fiskmörkuðum í ágúst og september var það mesta sem selst hefur í þessum mánuði frá stofnun markaðanna.
Selt magn í ágúst sl. var 12.229 tonn sem er 3.296 tonnum meira en selt var í ágúst 2015 sem er næststærsti ágúst frá upphafi.
Í september voru seld 10.788 tonn sem er 1.085 tonnum meira en næststærsti september sem var einnig 2015.
Fyrstu 9 mánuðina á þessu ári voru seld 92.602 sem er mesta magn á þessu tímabili frá upphafi markaðanna. Þetta eru 10.160 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Næstmest var selt árið 1996, 92.347 tonn, en þá voru seld yfir 13 þúsund tonn af loðnu.
Þorskur er sem fyrr sú tegund sem selt er mest af eða 39.348 tonn fyrstu 9 mánuðina sem er 4.817 tonnum meira en á sama tímabili 2015 og það mesta frá upphafi markaðanna. Þrátt fyrir þetta eru verðmæti sölunnar lægri en á sama tíma 2015 vegna lækkunar á verði. 21.229 milljónir 2016, en 21.501 milljón 2015.
Meðalverð á þorski 9 fyrstu mánuði þessa árs er 280,20 kr., en var 304.09 kr. á árinu 2015.