Fiskur merktur "Hafnarvog 3% ís"
Skrifað Föstudaginn 6. janúar 2017, kl. 14:31
Samkvæmt reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla er ekki leyfilegt að endurvigta afla til frádráttar á kvóta þar sem vigtarnótu er lokað með fastri ísprósentu (3%).
Það er endanleg vigt til kvóta og verður ekki breytt.
Til að benda kaupendum á hvaða afli er vigtaður á þennan hátt í uppboðinu er hann merktur sérstaklega með textanum “Hafnarvog 3% ís”, stuttur texti á klukku er “Hafnvog”.
Fiskmarkaðir munu heldur ekki breyta þessari vigt af augljósum ástæðum.