Lagfæring á röðun á uppboðinu
Skrifað Mánudaginn 16. janúar 2017, kl. 14:56
          Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá var röðun á uppboðinu breytt um helgina.     
Þótti eðlilegt að afurðir tengdar hinum ýmsu fisktegundum kæmu á eftir þeim i röðuninni.  T.d. flök, flattur fiskur og svo frv.  Hrogn eru samt sér en öll í röð og einnig gellur.  Lax og silungur voru einnig settar í röð og öll skata.   Þetta var svolítið “hist og her” í uppboðinu. 
Ábendingar vegna þessa höfðu borist og það þótti rétt eftir mikla skoðun á þessu.