Prufa á morgun fimmtudag kl. 9:30
Við ætlum að prufa á morgun fimmtudag (19/1) kl. 9:30. 
Endilega kíkið á klukkuna og prófið.  
Mælum með að þið kíkið á handbókina  og kennslumyndbandið á síðunni fyrir prufuna.  
Það er nokkur atriði sem bæst hafa við, t.d. ef kaupandi á ekki fyrir stæðunni sem verið er að bjóða upp á er hámarksúttektin og verðið rautt.  Um leið og verðið er nógu lágt til að hann geti keypt það dettur rauði liturinn út.     
 Í prufunni skiptir þetta ekki máli, allir geta alltaf keypt óháð hámarksúttektinni.   
Einnig er hægt að taka stæðulistann og opna hann í öðrum glugga og t.d. færa hann yfir á annan skjá.  Þar verður hægt að sía stæðulistann.  Erum að vinna í þessu í augnablikinu þannig að endanlegt útlit verður kannski ekki alveg komið.