Skip to main content
RSF

Takk kærlega fyrir að prufa

Skrifað Fimmtudaginn 2. febrúar 2017, kl. 10:32

Prófið í gær fór reyndar ekkert alltof vel af stað þar sem allir vildu kaupa og ýttu þ.a.l. aðeins of snemma. Uppboðið “snappaði” endalaust.
Við ákváðum þess vegna að slökkva á snappinu. Skiljanlegt þar sem allir vildu auðvitað prófa að kaupa a.m.k. einu sinni.
Eins og þið hafið tekið eftir þá er aðeins meiri hraði á nýja kerfinu. Það telur jafnhratt en það er styttri tími á milli. Við munum í fyrstu aðeins hægja á þessu á meðan kaupendur eru að venjast.
Við tókum einnig eftir því að sumir voru með ansi hægar tengingar og vegna þess að tímajöfnunin er öflugri í nýja kerfinu. Þess vegna mátti sjá klukkuna hoppa til baka aðeins meira en venjulega. Ef tengingin sýnir appelsínugult eða jafnvel rautt er rétt að skoða tölvuna eða tenginguna.
Bendum einnig á að það er ekki ráðlegt að vera með eitthvað annað í gangi á tölvunni sem tekur bandvídd þegar verið er að bjóða í. Einnig getur haft áhrif ef einhver annar er að taka bandvídd á sama neti. Þetta gildir um þetta kerfi eins og með Fisknetið. Enn og aftur, takk kærlega fyrir að prufa.
Við munum keyra aðra prufu á mánudag (6/2) kl. 10:00