“STÓRA STUNDIN”
Skrifað Mánudaginn  6. febrúar 2017, kl. 08:32
          Nú er komið að því.  
Á morgun, þriðjudaginn 7/2, munum við bjóða upp í nýja kerfinu.
Við erum vissir um að það muni ganga vel.  
Ef svo ólíklega vildi til að það koma upp vandkvæði verðum við með Fisknetið í bakhöndinni.
Verðum með uppboðið klárt þar og skiptum yfir.   
Ef það verður þá þurfið þið að tengjast VPN og opna Fisknetið.  
Við munum þá koma skilaboðum til ykkar á nýja kerfinu og skiptin ættu að taka mjög stuttan tíma.  
Við verðum með prufu í dag mánudag, 6/2, kl. 10:00.
Síðustu forvöð að prófa áður en þetta verður alvöru.