Fiskmarkaður Íslands MSC vottaður
Skrifað Mánudaginn 27. febrúar 2017, kl. 11:16
Nú hefur Fiskmarkaður Íslands fengið rekjanleikavottun (chain of custody) samkvæmt staðli MSC á slægingar- og flokkunarstöð á Rifi. MSC-vottun staðfestir að hráefni sem fer í gegnum stöðina er upprunnið úr sjálfbærum fiskistofnum. Þess má geta að krafa um MSC vottun á erlendum mörkuðum hefur aukist síðastliðin ár.
