Skip to main content
RSF

Breytingar – RSF klukka

Skrifað Þriðjudaginn 28. febrúar 2017, kl. 08:56

Hvers vegna að breyta?
Hvers vegna að laga þegar það er ekki bilað?
Þetta eru eflaust spurningar sem komið hafa upp.
Fisknet var tekið í notkun á kvenréttindadaginn 19. júní 2003 og var þess vegna næstum 14 ára gamalt.
Það var komið á endastöð í frekari þróun. Ef það hefði bilað var undir hælinn lagt hvenær hefði verið hægt að laga það. Þeir sem bjuggu það til hefðu þurft að fara í upprifjun á því. Hefði kannski tekið klukkustundir, jafnvel daga að koma því aftur í gang.
Þá hugsun er erfitt að hugsa til enda.
RSF klukkan sem er smíðuð eftir nýjustu tækni er hægt að laga og breyta með mjög stuttum fyrirvara og möguleikarnir í þeim efnum mjög miklir.
Við gerðum nokkrar lagfæringar og breytingar í síðustu viku.
T.d. kom upp villa í notkun á plúsnum þegar glugginn í vali á einingum kom upp. Það var ekki sama hvaða vafri notaður var eða hvað plús á lyklaborðinu var notaður. Nú er búið að laga það.
Vakti athygli okkar við skoðun á þessu hvernig kaupendur nota valgluggann.
Í fyrsta lagi bendum við á að ef kaupendur ætla að taka allar einingarnar er hægt að kaupa á plúsnum (+) í stað stafabilsins/Enter. Einnig er hægt að ýta á plús (+) þegar valglugginn opnast. Þegar taka á lágmarksfjölda eininga er hægt að nota mínus (-) á sama hátt.
Ef sleginn er inn tala í valgluggann hvetjum við ykkur til að ýta á Enter að því loknu í stað þess að láta gluggann lokast að sjálfum sér. Þetta flýtir fyrir uppboðinu og er öruggara. Okkur finnst tími kaupenda dýrmætur og við viljum að uppboðið gangi hratt og vel.
Auk þess m.a. höfum við bætt við upplýsingum fyrir neðan klukkuna vinstra megin. Nú sjáum við fisktegund, ástand, magn, stærð, veiðarfæri og staðsetningu.
Ef eitthvað af þessum upplýsingum breytist milli stæða þá blikka þær upplýsingar í appelsínugulu.
Í stæðulistanum fyrir neðan er núna hægt að sjá hversu margar einingar eru eftir af þeirri stæðu sem er í boði ef valið er úr henni. Hún er líka betur afmörkuð en áður.
Kaupendur kvörtuðu líka í upphafi yfir þessum aukna hraða þ.e.a.s. stutta tíma milli stæða í uppboðinu og við bættum úr því.
Hvetjum kaupendur til að glöggva sig á litunum á klukkunni og nota.
Við sjáum fyrir okkur eftirfarandi.
Nú ætla ég að kaupa svona þorsk í fjólubláu.
Stefnum á að kaupendur geti valið hvaða litir verði á klukkunni og þá geti þeir jafnvel stillt fyrir hvert uppboð litina sem notaðir eru og keypt eftir því.
“Ætla að kaupa fisktegund/ástand/stærð í þessum lit”.
Í framtíðinni langar okkur að hafa fleiri valmöguleika á útliti klukkunnar fyrir kaupendur.
Minnum á kennslumyndbandið og handbókina.