Lagfæringar og breytingar á síðu RSF
Skrifað Föstudaginn 22. júní 2012, kl. 12:49
Hér er smá listi yfir þær lagfæringar og/eða endurbætur sem hafa komið inn á síðuna síðastliðinn einn og hálfan mánuð.
Kaupendur:
- Hægt er að raða fiskkaupum annað hvort eftir uppboðsdegi eða markaði með því að smella á tannhjólið uppi í hægra horninu
- Sýni nafn og númer kaupanda á lista yfir reikninga
- Bætti við upprunalegum skipaskrárnr í Veiðivottorði
- Raða veiðivottorðinu eftir löndunardegi og svo fisktegund
- Hægt er að sækja fiskkaupin í Excel og XML
- Bætti við eftirstöðvum á ógreiddum reikningum í Reikningsyfirliti
- Bætti við Julian Code í Excel útgáfunni af veiðivottorðinu
Seljendur:
- Sýni nafn og númer seljanda á lista yfir afreikninga
- Aðskil VS sölu frá öðrum sölum í fisksölu
- Hægt er að velja að sjá eingöngu venjulega sölu eða eingöngu VS sölu í Fisksölu
Allir:
- Hægt er að velja Stæðu frá og Stæðu til í stæðulistanum með því að smella á litla tannhjólið uppi í hægra horninu
- Hægt að smella á fisktegund í Framboð í dag og þá sérðu sundurliðað framboð/stæðulista fyrir þá fisktegund
- Raða fisktegundum á Heild síðasta uppboð á sama hátt og framboðið er raðað
- Bætti við sjálfvirkri uppfærslu á stæðulistanum (hakið í Uppfæra sjálfkrafa og þá uppfærist listinn eftir því hvar uppboðið er staðsett)
- Raða mörkuðum í réttri röð þegar valið er að flokka eftir mörkuðum í Framboð -> Í dag sundurliðað
- Hægt að sækja gögnin í Excel útgáfu í Almennt -> Samantekt
- Bætti við “Síðasta kaupavika” í “Tímabil”
- Bætti við GSM númeri hjá fiskmörkuðum
Ásamt mörgum öðrum litlum lagfæringum og breytingum. Við vonum að þið getið nýtt ykkur þessar lagfæringar og endilega hafið samband ef það er eitthvað sem betur má fara.