Skip to main content
Logo
Mánudagur 18. jún, 15:33

Breyting á Sundurliðun í einkaaðgangi

Skrifað þriðjudaginn 21. mars 2017, kl. 12:25

Í tilefni af fyrirspurnum í tengslum við birtingu lista um sölu á afla og tilgreiningu á kaupendum vill RSF koma eftirfarandi á framfæri.

Nokkur fjöldi kaupenda á mörkuðum hefur kvartað undan því að viðskipti þeirra séu gerð opinber og telja það skaða sína hagsmuni. Af því tilefni, og vegna breytinga á hugbúnaði RSF, var hugað nánar að lagalegri stöðu þessara upplýsinga.

Í reglugerð fyrir uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla frá 2007 var í upphafi gert ráð fyrir að leyfishafi skyldi láta liggja frammi yfirlit yfir selt aflamagn hvers dags, “kaupendur þess og verð”. Áður en reglugerðin tók gildi um haustið var henni breytt og felld niður skyldan til þess að veita upplýsingar um kaupendur.

Í því ljósi telur RSF sér ekki stætt á því að miðla opinberlega upplýsingum um kaupendur á mörkuðum enda er heimild fyrirtækisins til þess óljós.

Samkvæmt áliti lögmanns RSF eiga önnur lög ekki við í þessu t.d. á sviði persónuverndar, neytendaréttar eða um óréttmæta viðskiptahætti.