30 ÁR SÍÐAN FYRSTA UPPBOÐ VAR HALDIÐ Á FISKI Á ÍSLANDI.

“Fyrsta uppboðið tókst með miklum ágætum.”           
Svona hljóðaði fyrirsögn í dagblöðunum þann 16. júni 1987 er fyrsta uppboð fiskmarkaðs á Íslandi fór fram hjá Fiskmarkaðinum hf í Hafnarfirði.  
Seldur var fiskur úr Otri HF-16, alls 167.466 kg.   Aflaverðmætið var 5.527.693 kr.  Meðalverð 33 kr per/kg.  Það verð var mjög nálægt “landsambandsverði” sem þá var í gildi. 
Síðan eru liðinn 30 ár og rétt að óska aðilum í útgerð og fiskvinnslu til hamingju með daginn og þá miklu framþróun sem hefur orðið í uppboði á fiski á Íslandi síðan þá.     Ein reiknistofa ( RSF), allur fiskur seldur yfir internetið á klukku og fjöldi fiskmarkaða um allt land. 
Elsti núverandi fiskmarkaðurinn er Fiskmarkaður Suðurnesja hf stofnaður 3/7 1987.
Kær kveðja,  
Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri FMS.