Skip to main content
Logo
Mánudagur 16. júl, 04:27

Tilkynning frá Fiskmarkaði Siglufjarðar

Skrifað fimmtudaginn 22. júní 2017, kl. 08:49

Að gefnu tilefni vill Fiskmarkaður Siglufjarðar benda á eftirfarandi í starfsreglum markaðsins.

“2. Skuldbindingar.

2.1. Þegar skip hefur tilkynnt afla sinn til sölu á FMSI, er það skuldbundið til að selja afla sinn þar á því verði sem fæst. Það er, eftir tilkynningu um sölu, er ekki hægt að breyta né hætta við. FMSI ábyrgist að allur afli skips seljist, en ekki á hvaða verði hann selst. Með þessu er tryggt að losun skips fari fram strax eftir komu þess. Löndunarstaður verður að standast ella ber seljandi aukakostnað sem sannanlega fellur til ef löndunarstaður breytist.”