Frá og með 10. ágúst nk. stefnir RSF á að hætta að senda reikningana í bréfapósti
Skrifað Föstudaginn 27. júlí 2012, kl. 13:02
Hann verður sendur í tölvupósti. Kaupendur geta skráð netfang þess eða þeirra (komma á milli) sem eiga að fá reikninginn í einkaaðgangum undir “Stillingar” hér á vefsíðu RSF eða sent á RSF (rsf@rsf.is). Reikningurinn mun verða sendur á þau netföng um leið og hann er útbúinn. Einnig er hægt að nálgast reikninginn í einkaaðganginum.
RSF bendir kaupendum, sem hafa ekki einkaaðgang nú þegar, að sækja um hann.
Þeir sem vilja fá reikninginn sendan í bréfapósti áfram geta fengið það gegn gjaldi.