Skip to main content
Föstudagur 10. júl, 11:57

Tilkynning frá Eimskip

Skrifað þriðjudaginn 10. desember 2019, kl. 13:30

Kæri viðskiptavinur.

Áætlunarferðir til og frá Reykjavík falla niður eftir hádegi í dag vegna veðurs, eins og staðan er núna er Reykjanesbrautin opin og Vegagerðin endurskoðar þá ákvörðun kl: 16:00 í dag.

Vegagerðin lokar öllum leiðum frá Reykjavík eftir hádegi og reiknað er með því að lokunin vari fram til hádegis á morgun 11.desember.

Vegna veðurs mun Eimskip loka öllum afgreiðslustöðvum kl 14.00 í dag (10. desember) og búast má við röskun í vörudreifingu og -afhendingu, gámaakstri og annarri þjónustu eftir hádegi í dag.

Það er ljóst að þetta mun einnig hafa áhrif á þjónustu okkar fram eftir degi á morgun.

Við fylgjumst vel með þróun mála og næstu brottfarir verða um leið og veður og aðstæður leyfa.

Allar frekari upplýsingar um brottfarir má finna á heimasíðu okkar www.flytjandi.is og varðandi almennar lokanir á www.vegagerdin.is