Tilkynning frá Eimskip - Fiskflutningar og dreifing - Innanlands
Skrifað Föstudaginn 20. desember 2019, kl. 16:36
Ágæti viðskiptavinur.
Á vefsíðu Reiknistofu fiskmarkaða er tilkynnt sú breyting að flutningar á tómum fiskikörum séu alfarið á ábyrgð og kostnað leigutaka.
Vegna þessa þá neyðumst við til að gera breytingu á gjaldskrá í samræmi við það.
Því til viðbótar er almenn hækkun á flutningsgjöldum í tengslum við helstu kostnaðarliði félagsins.
Þessar tvær breytingar hafa það í för með sér að
frá 1. janúar 2020 hækkar verð í fiskflutningum um 8%.
Lágmarksgjald verður kr. 1.950.- án vsk.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá Viðskiptaþjónustu Eimskips Flytjanda í síma 525-7700