Skip to main content
Miðvikudagur 20. okt, 11:21

Tilkynning til seljenda

Skrifað föstudaginn 7. maí 2021, kl. 12:52

Þessa dagana eru mýmargir nýjir aðilar að hefja strandveiði og við viljum benda þeim að koma upplýsingum um sig til markaðsins sem þeir selja á eða RSF. Kerfi markaðanna er ekki beintengt við Fiskistofu og sú skrá er að auki ekki alveg 100% marktæk.

Auk þess eru ekki allar upplýsingar sem við þurfum þar t.d. innleggsreikningar sem er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa til að geta greitt seljendum. Fyrir utan þessar augljósu upplýsingar sem þarf að hafa, skipsnr., nafn báts, nafn fyrirtækis, kennitala, VSK nr. og svo frv. er gott að hafa t.d. tengiliði, símanúmer, og netföng.