Skip to main content
RSF

Tilkynning - Eimskip tekur við keflinu af Nönnu ehf. á Sunnanverðum Vestfjörðum

Skrifað Föstudaginn 18. júní 2021, kl. 08:20

Eftir áratuga örugga og góða þjónustu hafa eigendur Nönnu ehf. ákveðið að hætta rekstri 31. júlí n.k. Eimskip mun á sama tíma taka við keflinu af Nönnu er varðar flutninga á fiski til og frá sunnanverðum Vestfjörðum. Eimskip mun leggja höfuðáherslu á að viðhalda áreiðanlegri þjónustu á svæðinu og sinna dreifingu út frá kæligeymslu Eimskip í Sundakæli. Fiskflutningar eru mjög mikilvægur hluti af öflugu flutningakerfi Eimskips. Eimskip er með svæðisskrifstofur víða um land auk þess að vera með þéttofið net öflugra samstarfsaðila um allt land til að tryggja bestu þjónustu sem völ er á.

Nánari upplýsingar: Pálmar Viggósson sölustjóri innanlandsflutninga pvs@eimskip.is S: 825-7748