Skip to main content
RSF

Tilkynning frá RSF

Skrifað Föstudaginn 22. október 2021, kl. 20:37

Fyrr í dag fékk RSF lagt lögbann á starfsemi NRS ehf., á grundvelli þess að kerfi NRS og starfsemi þess að öðru leyti brjóti gegn samningsbundnum og lagalegum rétti RSF.

RSF harmar að hafa þurft að fara út í slíka aðgerð, en meint brot NRS og tengdra aðila eru með þeim hætti, að RSF átti ekki annarra kosta völ. Benda skal á að sýslumaður samþykkir ekki slíka aðgerð nema ríkar ástæður séu fyrir hendi.

Einnig er rétt að ítreka að NRS og starfsemi þess tengist ekki RSF með neinum hætti.

RSF mun með ánægju svara öllum spurningum, sem kunna að vakna í tengslum við þetta mál.

Bjarni Rúnar Heimisson, framkvæmdastjóri RSF.