Skip to main content
RSF

Verum vakandi

Skrifað Miðvikudaginn 12. desember 2012, kl. 10:50

Að gefnu tilefni vill RSF ítreka við kaupendur að fylgjast vel með þegar þeir eru að bjóða í. Fara inn tímanlega á klukkuna og á vefsíðu RSF https://rsf.is/staedulisti og skoða stæðulistann. Skoða vel hvað þeir eru að bjóða í. Skoða veiðarfæri, stærð og fleira. Ekki síst athugasemdirnar. Einnig að fylgjast vel með byrjunarverðinu. Bendum á að ef kaupendur fara ekki tímanlega inn og lenda í tengingarvandamálum þá getur það verið dýrkeypt.