Skip to main content
RSF

Nýr listi á vefsíðunni - Samantekt gjalda af reikningi

Skrifað Miðvikudaginn 26. desember 2012, kl. 11:12

Nú er hægt að taka út nýjan lista hér á vefsíðunni. Hann er fyrir kaupendur og er undir “Fylgirit reikninga”. Þar eru gjöld kaupenda samantekin í flokka, afgreiðslugjöld, flutningsgjöld og svo frv. Þægilegt fylgiskjal til útprentunar fyrir bókarann. Valin er reikningur og ýtt á „Sækja færslur“ og þá birtist listi þar sem fiskkaup og gjöld eru sundurliðuð á markaði. Neðst er síðan ofangreind samantekt. Hægt er að taka EINGÖNGU út samantektina á gjöldunum með því að haka í „Sýna eingöngu samtölu“ efst á síðunni.