Skip to main content
RSF

Tilkynning frá iTUB ehf.

Skrifað Mánudaginn 6. mars 2023, kl. 16:51

iTUB ehf. (iTUB) og Fiskmarkaður Norðurlands (FMN) hafa gert með sér samkomulag um að iTUB sjái fiskmarkaðnum fyrir kerum fyrir landaðan afla sem lagður er upp til fiskmarkaðarins á nýrri starfsstöð FMN í Hafnarfirði.

FMN mun jafnframt sjá um umsýslu kera á Suðvesturhorni landsins fyrir hönd iTUB og verður FMN í Hafnarfirði þannig aðal þjónustustöð iTUB á Suðvesturhorninu.

iTUB mun frá og með 10 mars n.k. þjóna vaxandi hópi viðskiptavina út frá þjónustustöðinni í Hafnarfirði og munu notendur iTUB kera geta skilað kerum inn til FMN og fengið þar ker afhent skv. leigusamningum viðskiptavina.