Skip to main content
RSF

Frestun á Boða til 20. apríl

Skrifað Fimmtudaginn 12. apríl 2012, kl. 17:01

Til stóð að taka það nýtt tölvukerfi í notkun föstudaginn 13. apríl, en af óviðráðanlegum orsökum verður að fresta því til föstudagsins 20. apríl nk.

RSF hefur verið að þróa nýtt tölvukerfi undanfarin 2 ár fyrir fiskmarkaðina sem notað verður til skráningar á sölu, reikningagerð og fleira tengt sölunni.

Nýja kerfið sem hefur hlotið nafnið Boði mun koma í stað 20 ára gamals kerfis, Tengils.

Uppboðshlutinn mun ekkert breytast.