Skip to main content
RSF

RSF Appið

RSF-appið er ný lausn frá Reiknistofu fiskmarkaða. Markmiðið með þróun smáforritsins er að þjónusta seljendur á fiskmörkuðum enn betur með snjallsímalausn sem er einföld í notkun og veitir allar mikilvægustu upplýsingar og verkfæri tengd sölu á fiskmörkuðum. Appið er enn í þróun og á næstu mánuðum er stefnt á að bæta við frekari virkni á borð við söluupplýsingar, afreikninga og fleira í þeim dúr til upplýsinga fyrir seljendur.


Fyrsta skrefið í þróuninni er Afladagbók RSF sem er nú aðgengileg í appinu. RSF leitast við að auðvelda viðskiptavinum sínum að skila afladagbókum rafrænt til Fiskistofu og tengja þær við sölur á fiskmörkuðum. Afladagbókin er hugsuð fyrir útgerðir sem vilja einfalda og persónulega lausn. Í afladagbókinni er einnig hægt að senda inn meldingar á fiskmarkaði.



Sæktu appið!

Sæktu um aðgang að RSF-appinu hér og náðu í appið á Google Play eða í App Store.

Download_on_the_App_Store_Badge_US-UK_RGB_blk_4SVG_092917 Get on Google Play Store


Nánar um appið hér



Algengar spurningar

expand_more Hvað gerir RSF Appið?

Afladagbókin er smáforrit fyrir síma og spjaldtölvur sem verður aðgengilegt í App Store og Google Play Store. Forritið er framlenging af vefsíðu RSF (www.rsf.is) og nýtist m.a. til þess að skila inn afladagbókum til Fiskistofu.

expand_more Hvernig nota ég RSF Appið?

Hafðu samband með tölvupósti á netfangið rsf@rsf.is eða í síma 420-2000 og við komum þér af stað.

expand_more Hvað kostar RSF Appið?

Endanlegt verð hefur enn ekki verið ákveðið þar sem áætlun rekstrar- og þróunarkostnaðar er enn í vinnslu. Ef þú hefur skoðun á málinu má gjarnan hafa samband með tölvupósti á rsf@rsf.is.

expand_more Fyrir hvern er RSF Appið?

Afladagbókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir minni útgerðir og aðila sem selja á fiskmarkaði. Aðilar sem þurfa að skila inn afladagbók og í leið tengt þau við sína sölu á sölukerfi RSF.


Hvað næst?

Vinna stendur enn yfir við þróun þjónustunnar og er stefnt á frekari viðbætur, eins og t.d. söluupplýsingar, afreikninga og fleira. Ef þú hefur ábendingar eða vilt hafa áhrif á þróunina hvetjum við þig til að senda okkur línu á rsf@rsf.is eða hafa samband í síma 420-2000.