Skip to main content
RSF

Flýtiboð kemur í stað SNAP í dag

Skrifað Þriðjudaginn 31. janúar 2023, kl. 08:16

Frá og með deginum í dag, 31.janúar 2023 mun SNAP heyra sögunni til og við innleiðum Flýtiboð á uppboði dagsins.

Flýtiboð virkar þannig að þegar kaupandi ýtir á kaupa takkann horfum við á það sem svo að vilyrði sé fyrir kaupum og það skuldbindur kaupandann til að kaupa fiskinn á verðinu sem hann ýtir á ef hann er ekki keyptur á hærra verði. Klukkan hoppar upp eins og áður en kaupandinn sem ýtti mun vera með tilboð inni – nánar um flýtiboð og ástæðu breytinganna hér.