Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
16.07.2018

Helgarlokanir Slægingarþjónustu FMÍS

Frá og með 21 Júlí verður lokað um helgar í Slægingarþjónustu Fiskmarkaðs Íslands á Snæfellsnesi. Byrjað verður að taka á móti fiski um helgar laugardaginn 1. september.

Framkvæmdastjóri.

20.06.2018

Þann 19/6 sl, á kvenréttindadaginn voru 15 ár síðan fyrsta uppboðið var haldið hjá RSF á internetinu með uppboðsklukku.
Við kölluðum hana Fisknet.
Fisknetið var undanfari uppboðsforritsins í dag sem við köllum RSF klukku. Fisknetið var á sínum tíma bylting í fiskuppboði á Íslandi og þótti þá það eitt það fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum.

Áður en uppboðsklukkan byrjaði:


Fisknetið sem var tekið í notkun 2003:

16.05.2018

Skrifstofa RSF verður lokuð u.þ.b. 10 mínútum eftir að uppboði lýkur á föstudaginn (18/5) vegna árshátíðar starfsmanna.
Við munum svara í símann til kl. 16:00 og hjálpa ef nauðsyn krefur, en biðlum til ykkar að hringja eftir helgi ef það má bíða.

14.05.2018

Við tökum frí um hvítasunnuhelgina og þess vegna verður ekkert uppboð næsta sunnudag sem er hvítasunnudagur.
Aftur á móti verður uppboð 27/5 nk en það er síðasta sunnudagsuppboð sumarsins.

02.05.2018

Í dag tekur nýr framkvæmdastjóri við rekstri Umbúðamiðlunar ehf. Hann heitir Hilmar A. Sigurðsson og er UMB að góðu kunnur, enda vann hann hjá félaginu 2007-2011.

Fráfarandi framkvæmdastjóri, Ólafur E. Ólafsson mun verða honum innan handar um ótilgreindan tíma.

27.04.2018

Fiskmarkaður Djúpavogs hefur breytt gjaldskrá sinni. Hér er hægt að sjá hana eftir breytingu.