Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
17.01.2017

Vildum vekja athygli á eftirfarandi:

Hér tekur fiskurinn flugið!
Opinn fundur 18. janúar kl. 14 í Hljómahöll.
Kadeco og Isavia standa saman að fundi um þróun í fiskvinnslu og tækifærum tengdum flugvellinum.

Fjallað verður um samþjöppun botnfiskvinnslu á suðvesturhorninu. Gengisáhrif, aukinn útflutning með auknum flugtengingum og áskoranir sem þessi geiri stendur frammi fyrir.

Sjá nánar hér.

16.01.2017

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá var röðun á uppboðinu breytt um helgina.
Þótti eðlilegt að afurðir tengdar hinum ýmsu fisktegundum kæmu á eftir þeim i röðuninni. T.d. flök, flattur fiskur og svo frv. Hrogn eru samt sér en öll í röð og einnig gellur. Lax og silungur voru einnig settar í röð og öll skata. Þetta var svolítið “hist og her” í uppboðinu.
Ábendingar vegna þessa höfðu borist og það þótti rétt eftir mikla skoðun á þessu.

16.01.2017

RSF hefur útbúið kennslumyndband vegna nýja uppboðsforritsins. Það er hægt að sjá það hér .

Við munum prófa aftur á fimmtudaginn (19/1), kl. 9:30.
Nú fer að líða að innleiðingunni og ráðlegt fyrir kaupendur að kynna sér hvernig klukkan virkar. Við höfum fengið nokkrar ábendingar, sumar mjög gagnlegar.
Sumt af því er komið inn og annað í farvatninu. Hún verður auðvitað áfram í stöðugri þróun.
Við hvetjum þess vegna kaupendur til að benda okkur á ef þeir hafa hugmyndir eða athugasemdir við kerfið. Ef þið hafið ekki virkjað klukkuna hjá ykkur ennþá þá gerið það og endilega prófið á fimmtudaginn.

12.01.2017

Fiskmarkaður Íslands fjárfestir í öflugu kælikerfi

Nú í haust hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir í slægingar- og flokkunarstöð Fiskmarkaðs Íslands í Rifi, þó ber helst að nefna kælikerfi sem ætlað er að halda hráefni kældu í móttöku eða við bestu mögulegar aðstæður fyrir og eftir meðferð. Kælikerfið var keypt af Frostmark ehf., hafa þeir víðtæka reynslu og þekkingu á uppsetningu og þjónustu við kæli- og frystikerfi bæði innanlands og utan. Uppsett kælikerfi er gríðarlega öflugt og stefnt er á að stýra kerfinu með þeim hætt að það sé keyrt á fullum afköstum þegar hráefni er í salnum, sem dæmi um hve öflugt kerfið er þá má nefna að aðeins tekur um 15 mínútur að ná hitastigi í kælinum úr 15°C í 4°C og um 1 klst tekur að lækka hita úr 4°C í 0,5°C.

„það er ábyrgðarhlutur hjá Fiskmörkuðunum að þróa starfsemi sína í þá átt að hún skili af sér sem bestu hráefni“ segir Aron Baldursson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands.

09.01.2017

Við munum halda áfram að prófa nýju RSF klukkuna.
Næsta prufa verður á miðvikudaginn, 11/1, kl. 9:30.
Við höfum lagað ýmislegt smávægilegt.

Ákveðið hefur verið að fresta innleiðingunni um einn dag og hún verður þriðjudaginn 7/2 nk í stað 6/2 þar sem ekki þótti ráðlegt að gera þetta á mánudegi. Hvetjum kaupendur til að virkja klukkuna og prófa áður en það verður of seint.

Einnig bendum við á lágmarkskröfur um hug- og vélbúnað sem er eftirfarandi (eldri búnaður gengur ekki):
Windows 7 eða nýrra
macOS 10.10 eða nýrra
Skjáupplausn amk 1280x1024
Góða nettengingu
Mælum einnig með að nota vafrana Chrome, Firefox eða Safari.

Til þess að nýta kerfið sem best er mjög gott að hafa 2 skjái, því það verður fljótlega hægt að hafa klukkuna á öðrum skjánum og allan stæðulistann á hinum.
Þá verður hægt að gera tilboð og merkja stæður á þeim lista. Stefnum áð að það verði komið inn fyrir prufu 19/1 nk. Mælum með því.
Minnum á handbókina á síðunni.

06.01.2017

Samkvæmt reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla er ekki leyfilegt að endurvigta afla til frádráttar á kvóta þar sem vigtarnótu er lokað með fastri ísprósentu (3%).
Það er endanleg vigt til kvóta og verður ekki breytt.
Til að benda kaupendum á hvaða afli er vigtaður á þennan hátt í uppboðinu er hann merktur sérstaklega með textanum “Hafnarvog 3% ís”, stuttur texti á klukku er “Hafnvog”.
Fiskmarkaðir munu heldur ekki breyta þessari vigt af augljósum ástæðum.