Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
02.10.2017

Vinsamlegast athugið breyttan brottfarartíma á Austurlandi á meðan þjóðvegur 1 er lokaður við Höfn.

o Breiðdalsvík: Allur fiskur verði tilbúin til afgreiðslu kl 15:00
o Stöðvarfjörður: Allur fiskur verði tilbúin til afgreiðslu kl. 16:00
o Höfn og Djúpivogur: Allur fiskur fer daginn eftir til Reykjavíkur

18.09.2017

Á nýliðnum ársfundi fiskmarkaða var ákveðið að uppboðin um helgar byrji síðustu helgina í október.

Einnig var ákveðið að gera könnun hjá viðskiptavinum markaðanna hvort þessi uppboð ætti að vera á laugardögum eða sunnudögum.

Við biðjum alla viðskiptavini og notendur RSF vinsamlegast að taka þátt í þeirri könnun með því að smella hér.

04.08.2017

Í tilefni verslunarmannahelgar verður skrifstofu RSF lokað á hádegi föstudaginn 4/8.
Í “neyðartilfellum” eftir það er mögulega hægt að ná í Eyjólf í síma 862-8047. Góða helgi!

02.08.2017

Vekjum athygli á því að það verður ekkert uppboð föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi (4/8) né á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 7/8.
Hægt er að sjá uppboðsdaga hér.

22.06.2017

Að gefnu tilefni vill Fiskmarkaður Siglufjarðar benda á eftirfarandi í starfsreglum markaðsins.

“2. Skuldbindingar.

2.1. Þegar skip hefur tilkynnt afla sinn til sölu á FMSI, er það skuldbundið til að selja afla sinn þar á því verði sem fæst. Það er, eftir tilkynningu um sölu, er ekki hægt að breyta né hætta við. FMSI ábyrgist að allur afli skips seljist, en ekki á hvaða verði hann selst. Með þessu er tryggt að losun skips fari fram strax eftir komu þess. Löndunarstaður verður að standast ella ber seljandi aukakostnað sem sannanlega fellur til ef löndunarstaður breytist.”

16.06.2017

“Fyrsta uppboðið tókst með miklum ágætum.”
Svona hljóðaði fyrirsögn í dagblöðunum þann 16. júni 1987 er fyrsta uppboð fiskmarkaðs á Íslandi fór fram hjá Fiskmarkaðinum hf í Hafnarfirði.
Seldur var fiskur úr Otri HF-16, alls 167.466 kg. Aflaverðmætið var 5.527.693 kr. Meðalverð 33 kr per/kg. Það verð var mjög nálægt “landsambandsverði” sem þá var í gildi.
Síðan eru liðinn 30 ár og rétt að óska aðilum í útgerð og fiskvinnslu til hamingju með daginn og þá miklu framþróun sem hefur orðið í uppboði á fiski á Íslandi síðan þá. Ein reiknistofa ( RSF), allur fiskur seldur yfir internetið á klukku og fjöldi fiskmarkaða um allt land.
Elsti núverandi fiskmarkaðurinn er Fiskmarkaður Suðurnesja hf stofnaður 3/7 1987.

Kær kveðja,
Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri FMS.