Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
27.02.2017

Nú hefur Fiskmarkaður Íslands fengið rekjanleikavottun (chain of custody) samkvæmt staðli MSC á slægingar- og flokkunarstöð á Rifi. MSC-vottun staðfestir að hráefni sem fer í gegnum stöðina er upprunnið úr sjálfbærum fiskistofnum. Þess má geta að krafa um MSC vottun á erlendum mörkuðum hefur aukist síðastliðin ár.

24.02.2017

Vegna slæmrar veðurspár má reikna með að það verði tafir á afhendingu fisks frá Snæfellsnesi í kvöld og nótt (24.2.2017).
Nánari upplýsingar í síma 892-1817

16.02.2017

Nú hefur RSF klukka verið notuð í rúma viku og gengið svo til hnökralaust.
Við hjá RSF viljum þakka kaupendum fyrir jákvæð viðbrögð og þolinmæði í innleiðingunni.
Þátttaka ykkar í prófunum og ábendingar er stór þáttur í því hversu vel þetta hefur gengið.
Breytingarnar eru ekki miklar á útlitinu þótt sumir hlutir séu ekki nákvæmlega eins. Við vildum hafa skiptin sem þægilegust fyrir notendur okkar enda er kerfið gert fyrir þá.
Við bendum á að í nýja uppboðsforritinu eru samt nokkrar nýjungar og við stefnum á fleiri með tímanum.
Margar eftir ábendingar frá ykkur.
Munum að sjálfsögðu halda áfram að bæta við og laga ef þurfa þykir.
Til að kynna ykkur betur aðrar nýjungar hvetjum við ykkur til að skoða kennslumyndbandið á vefsíðu RSF auk handbókar.

07.02.2017

Við munum bjóða upp í dag á nýja kerfinu, RSF klukku. Við hvetjum kaupendur til að tengjast uppboðinu í tíma. Þá gefst okkur meiri tími í að aðstoða ykkur ef þurfa þykir.

06.02.2017

Nú er komið að því.
Á morgun, þriðjudaginn 7/2, munum við bjóða upp í nýja kerfinu. Við erum vissir um að það muni ganga vel.
Ef svo ólíklega vildi til að það koma upp vandkvæði verðum við með Fisknetið í bakhöndinni. Verðum með uppboðið klárt þar og skiptum yfir.
Ef það verður þá þurfið þið að tengjast VPN og opna Fisknetið.
Við munum þá koma skilaboðum til ykkar á nýja kerfinu og skiptin ættu að taka mjög stuttan tíma.
Við verðum með prufu í dag mánudag, 6/2, kl. 10:00.
Síðustu forvöð að prófa áður en þetta verður alvöru.

02.02.2017

Prófið í gær fór reyndar ekkert alltof vel af stað þar sem allir vildu kaupa og ýttu þ.a.l. aðeins of snemma. Uppboðið “snappaði” endalaust.
Við ákváðum þess vegna að slökkva á snappinu. Skiljanlegt þar sem allir vildu auðvitað prófa að kaupa a.m.k. einu sinni.
Eins og þið hafið tekið eftir þá er aðeins meiri hraði á nýja kerfinu. Það telur jafnhratt en það er styttri tími á milli. Við munum í fyrstu aðeins hægja á þessu á meðan kaupendur eru að venjast.
Við tókum einnig eftir því að sumir voru með ansi hægar tengingar og vegna þess að tímajöfnunin er öflugri í nýja kerfinu. Þess vegna mátti sjá klukkuna hoppa til baka aðeins meira en venjulega. Ef tengingin sýnir appelsínugult eða jafnvel rautt er rétt að skoða tölvuna eða tenginguna.
Bendum einnig á að það er ekki ráðlegt að vera með eitthvað annað í gangi á tölvunni sem tekur bandvídd þegar verið er að bjóða í. Einnig getur haft áhrif ef einhver annar er að taka bandvídd á sama neti. Þetta gildir um þetta kerfi eins og með Fisknetið. Enn og aftur, takk kærlega fyrir að prufa.
Við munum keyra aðra prufu á mánudag (6/2) kl. 10:00