Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram eftirfarandi.
Mikillar óánægju hefur gætt vegna þess að hætt var við uppboð síðasta laugardag 17/12.
Það var mjög lítið magn á föstudaginn og fjöldi kaupanda sem tengdust náði u.þ.b helmingi af þeim kaupendum sem venjulega taka þátt.
Sá fyrir mér fullt af fólki í vinnu við uppboðið í dag kringum lítið magn með tilheyrandi kostnaði og lítinn áhuga kaupanda.
Undanfarna laugardaga hafa verið 50 og 30 tonn á laugardagsuppboðunum. Meðaltalsmagn á laugardögum í haust er uþb 75 tonn. Það er ansi lítið magn og þá var ekki verkfall.
Það er ljóst að ég hef vanmetið bæði magn og áhuga.
Hélt að allir myndu taka þessu fagnandi að þurfa ekki að sitja fastir yfir og bíða eftir litlu uppboði á laugardegi nokkrum dögum fyrir jól og fékk það staðfest hjá mörgum. Óánægjuraddirnar voru samt töluvert fleiri en ég ég átti von á.
Það eru ekki alltaf laugardagsuppboð og fólk leysir það yfirleitt og vonandi leystist það farsællega líka núna við þessar aðstæður.
Það er ljóst að þetta var ekki góð ákvörðun og biðst undirritaður alla hlutaðeigandi afsökunar á henni.
Eyjólfur Þór Guðlaugsson framkvæmdastjóri RSF