Nú er þetta að bresta á og við biðlum til allra sem vettlingi geta valdið að tengjast prufuuppboðinu á fimmtudaginn.
Tengjumst og prófum kerfið vel og göngum úr skugga um að við kunnum á það og það virki.
Prufan hefst kl. 9:30 og þið getið boðið í eins og þið viljið þrátt fyrir að heimildin sé uppurin.
Skoðið handbókina á síðunni sem við erum sífellt að uppfæra og kennslumyndbandið.