Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
01.02.2017

Eins og komið hefur fram mun RSF innleiða nýtt uppboðskerfi þann 7/2 nk.
Við höfum verið að skoða notendur einkaaðgangsins undanfarið og hvaða stýrikerfi er á þeim tölvum sem skrá sig inn í einkaaðganginn. Þá kom í ljós að einstaka notendur eru að nota stýrikerfið Windows XP sem er orðið mjög gamalt stýrikerfi. Microsoft hætti fyrir u.þ.b. 2 árum að þjónusta þetta stýrikerfi og þ.a.l. er það varhugavert m.a. gagnvart stöðugleika og vírusum. Það getur verið að hægt sé að komast inn á nýja uppboðsforritið með þessu stýrikerfi en við getum engan veginn tryggt að kerfið virki vel hjá þeim sem nota það. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir þau sem munu nota uppboðsforritið og eru með þetta gamla stýrikerfi að uppfæra það. Windows 7 eða nýrra stýrikerfi virkar vel.
Minnum einnig á prufuna á morgun, fimmtudaginn 2/2, kl. 9:30. Skoðið handbókina og kennslumyndbandið.
Endilega tengist og prófið.

31.01.2017

Nú er þetta að bresta á og við biðlum til allra sem vettlingi geta valdið að tengjast prufuuppboðinu á fimmtudaginn.
Tengjumst og prófum kerfið vel og göngum úr skugga um að við kunnum á það og það virki. Prufan hefst kl. 9:30 og þið getið boðið í eins og þið viljið þrátt fyrir að heimildin sé uppurin.
Skoðið handbókina á síðunni sem við erum sífellt að uppfæra og kennslumyndbandið.

20.01.2017

Við þökkum þeim sem gáfu sér tíma til að prófa “platuppboðið” í gær. Þessar prufur hafa mikið vægi fyrir okkur. Fengum ábendingar í gær eftir uppboðið sem við erum að skoða.

Til að hugbúnaðurinn virki sem best er mjög mikilvægt að búnaðurinn sem kaupendur nota sé góður. Mikilvægari en áður. Hægar gamlar tölvur með gömlu stýrikerfi eru ekki ásættanlegar. Einnig er góð nettenging mjög mikilvæg.
Ítrekum hugbúnaðarkröfur sem upptaldar eru í handbókinni.

Við munum prófa næst 2/2 nk og það verður síðasta alvöru prófið fyrir innleiðingu. Við viljum að allir kaupendur prófi þá sem möguleika hafa á því til að sjá hvernig kerfið virkar við venjulegar aðstæður og þeir séu tilbúnir fyrir skiptin.

18.01.2017

Við ætlum að prufa á morgun fimmtudag (19/1) kl. 9:30.
Endilega kíkið á klukkuna og prófið.
Mælum með að þið kíkið á handbókina og kennslumyndbandið á síðunni fyrir prufuna.
Það er nokkur atriði sem bæst hafa við, t.d. ef kaupandi á ekki fyrir stæðunni sem verið er að bjóða upp á er hámarksúttektin og verðið rautt. Um leið og verðið er nógu lágt til að hann geti keypt það dettur rauði liturinn út.
Í prufunni skiptir þetta ekki máli, allir geta alltaf keypt óháð hámarksúttektinni.
Einnig er hægt að taka stæðulistann og opna hann í öðrum glugga og t.d. færa hann yfir á annan skjá. Þar verður hægt að sía stæðulistann. Erum að vinna í þessu í augnablikinu þannig að endanlegt útlit verður kannski ekki alveg komið.

17.01.2017

Vildum vekja athygli á eftirfarandi:

Hér tekur fiskurinn flugið!
Opinn fundur 18. janúar kl. 14 í Hljómahöll.
Kadeco og Isavia standa saman að fundi um þróun í fiskvinnslu og tækifærum tengdum flugvellinum.

Fjallað verður um samþjöppun botnfiskvinnslu á suðvesturhorninu. Gengisáhrif, aukinn útflutning með auknum flugtengingum og áskoranir sem þessi geiri stendur frammi fyrir.

Sjá nánar hér.

16.01.2017

Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá var röðun á uppboðinu breytt um helgina.
Þótti eðlilegt að afurðir tengdar hinum ýmsu fisktegundum kæmu á eftir þeim i röðuninni. T.d. flök, flattur fiskur og svo frv. Hrogn eru samt sér en öll í röð og einnig gellur. Lax og silungur voru einnig settar í röð og öll skata. Þetta var svolítið “hist og her” í uppboðinu.
Ábendingar vegna þessa höfðu borist og það þótti rétt eftir mikla skoðun á þessu.