Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
29.09.2016

RSF er að keyra nýja uppboðsforritið á meðan sýningin er í gangi í dag, fimmtudag. Það er í gangi núna.

Kíkið á það.

29.09.2016

Á opnunarhátíð sjávarútvegssýningarinnar fékk Fiskmarkaður Þórshafnar viðurkenningu frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) fyrir að skila almennt bestu hráefni til kaupenda. Sjá nánar hér.

Til hamingju Fiskmarkaður Þórshafnar.

26.09.2016

RSF ætlar að hafa reglulegar prufur í haust og vetur á nýja uppboðskerfinu sem við erum að þróa. Vegna sjávarútvegssýningarinnar verðum við með 2 prufur í þessari viku. Þær verða miðvikudaginn, 28/9, kl. 16:30 og föstudaginn, 30/9, kl. 10:30. Hvetjum kaupendur til að taka þátt í prufunum.

Núna er hægt að velja einingar úr stæðum, sem bjóða upp á það. Auk þess er hægt að stilla hvort stæðulistinn fyrir neðan fylgi uppboðinu eða ekki.
Einnig er hægt að setja inn tilboð.

Þeir kaupendur sem ekki hafa látið virkja kerfið í einkaaðgangi sínum og langar að skoða skulu hafa samband við RSF. Hringja í RSF eða senda tölvupóst.

Uppboðskerfið er tengt notendanafni ykkar í einkaaðgangi. Þegar prufurnar eru í gangi er hægt að fylgjast með í básnum okkar á sýningunni, B12 (nýja höllin).

Kíkið á okkur.

23.09.2016

Fiskmarkaður Íslands hf hefur ráðið Aron Baldursson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Aron er fæddur og uppalinn á Rifi á Snæfellsnesi. Undanfarin 8 ár hefur Aron starfað sem sölu- og viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði hjá Skeljungi hf. Áður starfaði Aron sem stýrimaður á Rifsara SH70 sem er í eigu fjölskyldu hans.

Aron lauk BS.c gráðu í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2013, einnig hefur hann lokið útvegsrekstrarfræði frá Tækniskólanum og 3-stigs skipstjórnarprófi frá Stýrimannskólanum í Reykjavík. Aron er í sambúð með Karitas Hrafns Elvarsdóttur og eiga þau einn son.

Páll Ingólfsson sem gengt hefur stöðunni í rúm átta ár lætur nú af störfum að eigin ósk en hann hefur verið viðloðandi félagið alveg frá stofnun þess þ.e. sem stjórnarformaður til ársins 2008 og framkvæmdastjóri frá 2008 til dagsins í dag.

Snæfellsbæ 22. september 2016
Guðmundur Smári Guðmundsson
formaður stjórnar

20.09.2016

RSF verður með bás á sjávarútvegssýningunni í næstu viku, 28/9 - 30/9.

ICELAND FISHING EXPO 2016

Við verðum í bás B12 sem er í nýju höllinni.

Þar munum við m.a. sýna nýtt uppboðsforrit sem tekið verður í notkun á næsta ári.

Kíkið á okkur.

13.09.2016

Fiskur frá Vestmannaeyjum fer ekki fyrr en seinipart á morgun 14.sept.