Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
19.12.2016

Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram eftirfarandi. Mikillar óánægju hefur gætt vegna þess að hætt var við uppboð síðasta laugardag 17/12. Það var mjög lítið magn á föstudaginn og fjöldi kaupanda sem tengdust náði u.þ.b helmingi af þeim kaupendum sem venjulega taka þátt.
Sá fyrir mér fullt af fólki í vinnu við uppboðið í dag kringum lítið magn með tilheyrandi kostnaði og lítinn áhuga kaupanda. Undanfarna laugardaga hafa verið 50 og 30 tonn á laugardagsuppboðunum. Meðaltalsmagn á laugardögum í haust er uþb 75 tonn. Það er ansi lítið magn og þá var ekki verkfall. Það er ljóst að ég hef vanmetið bæði magn og áhuga.
Hélt að allir myndu taka þessu fagnandi að þurfa ekki að sitja fastir yfir og bíða eftir litlu uppboði á laugardegi nokkrum dögum fyrir jól og fékk það staðfest hjá mörgum. Óánægjuraddirnar voru samt töluvert fleiri en ég ég átti von á.
Það eru ekki alltaf laugardagsuppboð og fólk leysir það yfirleitt og vonandi leystist það farsællega líka núna við þessar aðstæður.

Það er ljóst að þetta var ekki góð ákvörðun og biðst undirritaður alla hlutaðeigandi afsökunar á henni.

Eyjólfur Þór Guðlaugsson framkvæmdastjóri RSF

16.12.2016

Það verður ekkert uppboð laugardaginn 17/12 af augljósum ástæðum

29.11.2016

Við ætlum að prófa RSF klukkuna aftur á morgun, miðvikudag kl. 9:30.
Villur hafa verið lagaðar og búið að bæta við útreikningi byrjunarverðs og undirkaupendum.
Sjá uppfærða handbók hér .

Testing the RSF clock tomorrow, Wednesday at 9:30 am.
Have added calculated startprice and subbuyers.
See updated manual here.

25.11.2016

RSF mun vera með prufuuppboð á nýju RSF klukkunni miðvikudaginn, 30/11, kl. 9:30.
Helsta nýjungin er að undirkaupendur eru komnir á nýju klukkuna hjá kaupendum sem eru með þá.
Við munum einnig prófa byrjunarverðið. Nú eru fleiri atriði tekin inn í ákvörðun byrjunarverðs. Bætum við veiðarfæri og aldri.
RSF biður þá sem ekki ennþá hafa skoðað klukkuna að láta okkur virkja hana hjá sér og taka þátt.
Ef kaupendur verða varir við eitthvað óvenjulegt eða villur þá látið okkur vita.

10.11.2016

Við munum prófa aftur á þriðjudaginn, 15/11, kl. 9:30.
Erum búin að laga villurnar sem komu upp þá auk þess að bæta við nokkrum nýjungum.
Nú er hægt að merkja stæður og þá kemur hljóðmerki þegar stutt er í hana (4 stæður). Einnig kemur hljóðmerki þegar keypt er.
Skoðið uppfærða handbók hér.

We will test again on Tuesday, 15/11, at 9:30.
We have fixed the bugs and put new things in.
You can mark lots and the system will give a sound when shortly it is going to be on the clock (4 lots).
Also the system will give a sound when a lot is bought.
See the updated manual here.

10.11.2016

Tilkynning frá Slægingarþjónustu í Snæfellsbæ

AÍG-Stál slf, Ennisbraut 34 Snæfellsbæ hefur ákveðið að að bjóða upp á slæingarþjónustu, frá og með deginum í dag 10-11-16

Tengiliður: Arnór Ísfjörð Guðmundsson S.848-7071 email arnor@isfjord.net