Við ætlum að halda áfram að prufa nýja uppboðsforritið.
Sú næsta verður á miðvikudaginn, 19/10, kl. 9:30.
Bættum síðast við vali á fjölda eininga.
Við höfum ekki gert annað en að straumlínulaga kerfið ennþá síðan þá, en ætlum samt að reyna að vera komnir með meira fyrir prufuna.
Látum ykkur vita.
Það hjálpar mikið í ferlinu að sem flestir fari inn og djöflist í þessu eins mögulega er hægt. Helst með sem óvenjulegustum hætti til að gera kerfið sem best.
Minnum ykkur á.
Fiskmarkaður Íslands hf hefur ráðið Aron Baldursson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Aron er fæddur og uppalinn á Rifi á Snæfellsnesi. Undanfarin 8 ár hefur Aron starfað sem sölu- og viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði hjá Skeljungi hf. Áður starfaði Aron sem stýrimaður á Rifsara SH70 sem er í eigu fjölskyldu hans.