Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
31.10.2016

Tilkynning frá slægingarþjónustunni Fiskflök.

Smellið hér til að lesa hana.

31.10.2016

Við munum halda áfram prófunum okkar á fimmtudaginn, 3/11, kl. 9:30. Drög að handbók er hér.

We will keep on testing our new RSF clock on Thursday, 3/11, at 9:30. You can get a manual (draft) here.

25.10.2016

RSF mun prufa RSF klukku á fimmtudaginn, 27/10, kl. 9:30.

Erum búin að laga villur sem komu upp síðast.

Erum einnig að útbúa handbók vegna forritsins og fyrstu drög er hægt að nálgast hér.

Hvetjum ykkur að gera okkur þann greiða og “djöflast” aðeins í þessu.

Hafið samband ef ekki er búið að virkja aðganginn ykkar.

24.10.2016

Sala á fiskmörkuðum í ágúst og september var það mesta sem selst hefur í þessum mánuði frá stofnun markaðanna.
Selt magn í ágúst sl. var 12.229 tonn sem er 3.296 tonnum meira en selt var í ágúst 2015 sem er næststærsti ágúst frá upphafi.
Í september voru seld 10.788 tonn sem er 1.085 tonnum meira en næststærsti september sem var einnig 2015.
Fyrstu 9 mánuðina á þessu ári voru seld 92.602 sem er mesta magn á þessu tímabili frá upphafi markaðanna. Þetta eru 10.160 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Næstmest var selt árið 1996, 92.347 tonn, en þá voru seld yfir 13 þúsund tonn af loðnu.
Þorskur er sem fyrr sú tegund sem selt er mest af eða 39.348 tonn fyrstu 9 mánuðina sem er 4.817 tonnum meira en á sama tímabili 2015 og það mesta frá upphafi markaðanna. Þrátt fyrir þetta eru verðmæti sölunnar lægri en á sama tíma 2015 vegna lækkunar á verði. 21.229 milljónir 2016, en 21.501 milljón 2015.
Meðalverð á þorski 9 fyrstu mánuði þessa árs er 280,20 kr., en var 304.09 kr. á árinu 2015.

19.10.2016

Seinkun getur orðið á flutningi frá Snæfelsnesi í dag 19.10.16

19.10.2016

Laugardagsuppboðin hefjast 22/10 nk. Það er hægt að skoða uppboðsdaga hér.