Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
02.06.2017

Við erum búin að breyta útliti reikningsyfirlitsins hjá kaupendum í einkaaðgangi til hins betra.
Búin að bæta við stöðudálki sem sýnir stöðuna á dagsetningu reiknings eða greiðslu.
Skoðið og ef þið hafið spurningar eða athugasemdir þá látið okkur vita.

05.05.2017

Nú hefur RSF fengið rekjanleikavottun MSC. Kaupendur geta séð hér hvaða fisktegundir eru vottaðar og úr hvaða veiðarfærum. Auk þess á vottunin einnig við aðra seljendur en skip og báta.
Kaupendur geta séð hvað af fiski sem er á reikningum er með þessa vottun eða ekki í einkaaðgangi á síðu RSF undir “Kaupendur-Reikningar” með því að smella á takkann “MSC”.

RSF is now MSC certified. Buyers can see here what species are certified and from which fishing gear. This applies also for other suppliers than boats that have certification.
Buyers can see which fish on each invoice is certified or not in “My account” on our website under “Buyers-Invoices” by pressing the button “MSC”.

12.04.2017

RSF óskar ykkur öllum gleðilegra páska. Næsta uppboð verður þriðjudaginn 18. apríl nk. kl. 13:00 eins og venjulega.

04.04.2017

Fiskur frá Fiskmarkað Þórshafnar kemst líklega ekki suður í dag vegna veðurs

21.03.2017

Í tilefni af fyrirspurnum í tengslum við birtingu lista um sölu á afla og tilgreiningu á kaupendum vill RSF koma eftirfarandi á framfæri.

Nokkur fjöldi kaupenda á mörkuðum hefur kvartað undan því að viðskipti þeirra séu gerð opinber og telja það skaða sína hagsmuni. Af því tilefni, og vegna breytinga á hugbúnaði RSF, var hugað nánar að lagalegri stöðu þessara upplýsinga.

Í reglugerð fyrir uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla frá 2007 var í upphafi gert ráð fyrir að leyfishafi skyldi láta liggja frammi yfirlit yfir selt aflamagn hvers dags, “kaupendur þess og verð”. Áður en reglugerðin tók gildi um haustið var henni breytt og felld niður skyldan til þess að veita upplýsingar um kaupendur.

Í því ljósi telur RSF sér ekki stætt á því að miðla opinberlega upplýsingum um kaupendur á mörkuðum enda er heimild fyrirtækisins til þess óljós.

Samkvæmt áliti lögmanns RSF eiga önnur lög ekki við í þessu t.d. á sviði persónuverndar, neytendaréttar eða um óréttmæta viðskiptahætti.

13.03.2017

Umbúðamiðlun áréttar að viðskiptavinir vandi þrif á kerum að notkun lokinni. Kerin þarf að þrífa vel að innan sem utan. Eins og allir vita er hreinlæti við matvælaframleiðslu mjög mikilvægt og enginn kærir sig um að fá óhrein ker til notkunar.