Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
01.01.2017

Frá og með 1/1 2017 breytist gjaldskrá FMV.
Sjá hér.

22.12.2016

RSF þakkar þeim sem tóku þátt í prufunni í gær.
Þessar prufur eru nauðsynlegar og hjálpa okkur mjög mikið. Það komu 2 góðar ábendingar í gær sem við erum búin að breyta.
Við munum prófa næst á nýja árinu 11/1 2017. Síðan munu þær verða ört þar til við byrjum að nota þetta 6/2 2017.
Ef þið eruð ekki ennþá búin að virkja klukkuna hafið þá samband og gerið það sem fyrst og skoðið handbókina .
Ef einhverjar spurningar vakna eða þið þurfið leiðbeiningar hikið þá ekki við að hafa samband við RSF (420-2000, rsf@rsf.is)

Gleðileg jól.

19.12.2016

Við munum halda áfram með prufurnar okkar á miðvikudaginn kl. 9:30.
Ef það er ekki búið að hana ennþá hjá ykkur hafið þá samband við RSF og við gerum það fyrir ykkur.
Handbókin er komin á síðuna hér fyrir ofan “Uppboðskerfi-Handbók RSF klukku” .
Hvetjum ykkur til að lesa hana og taka þátt í prufunum.

19.12.2016

Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram eftirfarandi. Mikillar óánægju hefur gætt vegna þess að hætt var við uppboð síðasta laugardag 17/12. Það var mjög lítið magn á föstudaginn og fjöldi kaupanda sem tengdust náði u.þ.b helmingi af þeim kaupendum sem venjulega taka þátt.
Sá fyrir mér fullt af fólki í vinnu við uppboðið í dag kringum lítið magn með tilheyrandi kostnaði og lítinn áhuga kaupanda. Undanfarna laugardaga hafa verið 50 og 30 tonn á laugardagsuppboðunum. Meðaltalsmagn á laugardögum í haust er uþb 75 tonn. Það er ansi lítið magn og þá var ekki verkfall. Það er ljóst að ég hef vanmetið bæði magn og áhuga.
Hélt að allir myndu taka þessu fagnandi að þurfa ekki að sitja fastir yfir og bíða eftir litlu uppboði á laugardegi nokkrum dögum fyrir jól og fékk það staðfest hjá mörgum. Óánægjuraddirnar voru samt töluvert fleiri en ég ég átti von á.
Það eru ekki alltaf laugardagsuppboð og fólk leysir það yfirleitt og vonandi leystist það farsællega líka núna við þessar aðstæður.

Það er ljóst að þetta var ekki góð ákvörðun og biðst undirritaður alla hlutaðeigandi afsökunar á henni.

Eyjólfur Þór Guðlaugsson framkvæmdastjóri RSF

16.12.2016

Það verður ekkert uppboð laugardaginn 17/12 af augljósum ástæðum

29.11.2016

Við ætlum að prófa RSF klukkuna aftur á morgun, miðvikudag kl. 9:30.
Villur hafa verið lagaðar og búið að bæta við útreikningi byrjunarverðs og undirkaupendum.
Sjá uppfærða handbók hér .

Testing the RSF clock tomorrow, Wednesday at 9:30 am.
Have added calculated startprice and subbuyers.
See updated manual here.