Við munum halda áfram að prófa nýju RSF klukkuna.
Næsta prufa verður á miðvikudaginn, 11/1, kl. 9:30.
Við höfum lagað ýmislegt smávægilegt.
Ákveðið hefur verið að fresta innleiðingunni um einn dag og hún verður þriðjudaginn 7/2 nk í stað 6/2 þar sem ekki þótti ráðlegt að gera þetta á mánudegi.
Hvetjum kaupendur til að virkja klukkuna og prófa áður en það verður of seint.
Einnig bendum við á lágmarkskröfur um hug- og vélbúnað sem er eftirfarandi (eldri búnaður gengur ekki):
Windows 7 eða nýrra
macOS 10.10 eða nýrra
Skjáupplausn amk 1280x1024
Góða nettengingu
Mælum einnig með að nota vafrana Chrome, Firefox eða Safari.
Til þess að nýta kerfið sem best er mjög gott að hafa 2 skjái, því það verður fljótlega hægt að hafa klukkuna á öðrum skjánum og allan stæðulistann á hinum.
Þá verður hægt að gera tilboð og merkja stæður á þeim lista.
Stefnum áð að það verði komið inn fyrir prufu 19/1 nk.
Mælum með því.
Minnum á handbókina á síðunni.