Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
02.05.2012

Vegna flutninga verður Slægingarþjónusta Suðurnesja lokuð föstudaginn 4. maí til sunnudagsins 6. maí. Opna á nýjum stað á mánudag, Brekkustíg 22-24 í Njarðvík.

24.04.2012

Uppboðið í dag gekk mjög vel og við virðumst hafa náð að laga það sem olli seinkuninni í gær. Einnig eru eftirfarandi lagfæringar og endurbætur komnar á heimasíðuna:

Kaupendur / Seljendur

  • Lagaði kr/kg útreikninga á samtölum hjá seljendum
  • Set daginn í dag sem sjálfgefinn dag fyrir fiskkaup
  • Tek út tímabil eftir uppboðsdegi, ekki löndunardegi í veiðivottorði
  • Sýni núna rétt ef seljandi seldi eingöngu VS afla á tímabili
  • Framboðslisti raðast núna eins og stæðulistinn
  • Betrumbætti framboðslistana

Flutningsaðilar

  • Flutningslistinn er kominn inn fyrir flutningsaðila
  • Gerði flutningsnótuna aðeins hraðvirkari
  • Sýni réttar flutningstölur þegar verið er að velja kaupendur (stundum stóð Flutt: 20/5)

Markaðir

  • Hægt að velja hvort þú ert að velja eftir löndunardegi eða uppboðsdegi á vigtarnótu
  • Sýni bara skip á vigtarnótum
  • Hægt að raða eftir stæðumerki á afgreiðslulista

Ásamt litlum lagfæringum og breytingum hér og þar sem ekki er vert að telja upp. Við vonum að þið séuð sammála að síðan er alltaf að verða betri og betri og svo hlökkum við til að bæta við nýjum möguleikum sem ekki var mögulegt að bæta við í gamla kerfinu.

21.04.2012

Þá er tveimur uppboðum lokið síðan að nýja kerfið fór af stað og getum við fagnað því að þetta hefur gengið bara virkilega vel. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að endurbæta hluti og tökum góð skref í framþróun með þessu nýja kerfi.

Heimasíðan hefur einnig verið í stöðugum uppfærslum síðan að kerfið fór í gang og höfum við sett inn nýja útgáfu á u.þ.b. 1 klst. fresti síðan um hádegi í gær. Meðal nýjunga sem hafa komið inn í gær og í dag eru:

  • Prent tákn komið í hægra hornið á öllum síðum (nema forsíðu)
  • Sundurliðaður framboðslisti (Framboð → Í dag sundurliðað). Þegar stæðulisti er kominn inn þá breytist þessi listi í stæðulistann.
  • RSS fyrir fréttir
  • Endurbættir valmöguleikar á afgreiðslulistanum
  • Endurbættir sendingarmöguleikar á vigtarnótu
  • Endurbættir valmöguleikar á vigtarnótu
  • Hægt að velja marga markaði í einu í fiskkaupum
  • Hægt að velja marga markaði í einu í fisksölu

Ásamt alveg heilum helling af endurbætum og lagfæringum. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að laga og bæta og við höldum að þið munuð vera mjög ánægð með það sem er í vændum á heimasíðu RSF.

19.04.2012

Þetta er nýja vefsíðan sem hefur tekið við gömlu síðunni vegna breytinga á bakvinnslukerfi RSF.

Hún var gerð samhliða breytingum á hugbúnaði RSF. Þessi vefsíða og einkaaðgangurinn á henni veitir aðgang að nýjum gögnum í nýju kerfi. Núverandi notendanöfn og lykilorð eiga að virka í nýja aðgangnum.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með að komast inn, hafið þá samband.

Ef fletta á í gögnum vegna sölu 19. apríl eða fyrr skal fara á gömlu síðuna, http://gamla.rsf.is eða smella á hnappinn “Eldri gögn” á síðunni hér til vinstri.

Þar þarf líka að skrá sig inn en þar eru gömlu notendanöfnin virk.

Breytingarnar eru ekki miklar en ef þið eruð í vandræðum þá hafið samband við RSF. Næstu daga munu svo koma inn fleiri síður eins og bráðabirgðareikningar, bráðabirgðaafreikningar og fleira.

12.04.2012

Til stóð að taka það nýtt tölvukerfi í notkun föstudaginn 13. apríl, en af óviðráðanlegum orsökum verður að fresta því til föstudagsins 20. apríl nk.

RSF hefur verið að þróa nýtt tölvukerfi undanfarin 2 ár fyrir fiskmarkaðina sem notað verður til skráningar á sölu, reikningagerð og fleira tengt sölunni.

Nýja kerfið sem hefur hlotið nafnið Boði mun koma í stað 20 ára gamals kerfis, Tengils.

Uppboðshlutinn mun ekkert breytast.

11.04.2012

RSF hefur verið að þróa nýtt tölvukerfi undanfarin 2 ár fyrir fiskmarkaðina sem notað verður til skráningar á sölu, reikningagerð og fleira tengt sölunni.

Uppboðshlutinn mun ekkert breytast.

Nýja kerfið sem hefur hlotið nafnið Boði mun koma í stað 20 ára gamals kerfis, Tengils. Boði mun taka við föstudaginn 13. apríl nk.

Við höfum lagt mikla vinnu í þetta kerfi og búumst við að skiptingin verði hnökralaus, en biðjum samt um umburðalyndi ef svo ólíklega vildi til að byrjunarörðugleikar geri vart við sig.

Nýja kerfið er vitaskuld smíðað með nútímalegri aðferðum en gamla kerfið og þ.a.l. eru möguleikar okkar og ykkar mun meiri og tengingar við önnur tölvukerfi mun auðveldari.

Ný vefsíða

Ný vefsíða lítur dagsins ljós samhliða þessum breytingum. Það verða engar byltingarkenndar breytingar á henni, en við gerum hana notendavænni og meira aðlaðandi.

Nýja vefsíðan og einkaaðgangurinn á henni veitir aðgang að nýjum gögnum í nýju kerfi. Núverandi notendanöfn og lykilorð eiga að virka í nýja aðgangnum.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum með að komast inn, hafið þá samband.

Ef fletta á í gögnum vegna sölu 12. apríl eða fyrr skal fara á gömlu síðuna, http://gamla.rsf.is eða smella á hnappinn “Eldri gögn” á nýju síðunni.

Þar þarf líka að skrá sig inn.