Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
16.10.2014

Að gefnu tilefni vekjum við athygli á því að þegar greitt er inn á reikning RSF án þess að nota kröfuna í netbankanum er nauðsynlegt að merkja greiðsluna.
Það er gert með 6 stafa tölu sem byrjar á 8 og endar á kaupendanúmerinu með núllum á milli. (8xxxxx).

Það er misjafnt eftir bönkum í hvaða svið þetta númer er sett en þau heita eftirfarandi:

Arion banki                      =     Seðilnúmer
Landsbanki / fyrirtækjabanki     =     Stutt tilvísun
Landsbanki / einkabanki          =     Tilvísun
Sparisjóður                      =     Tilvísun
Íslandsbanki                     =     Stutt skýring (tilvísun)

T.d. ef kaupendanúmerið er 950, þá er sett 800950 í viðkomandi svið, ef það er 5 þá er sett 800005.
Ef þetta er gert fer greiðslan sjálfkrafa inn í kerfi RSF innan tveggja mínútna.
Aftur á móti ef það er ekki gert er alveg undir hælinn lagt hvenær starfsmenn reka augun í greiðsluna og slá hana inn sem gæti verið of seint!
Við höfum reynt að fylgjast með reikningnum á meðan á uppboðinu stendur en það er ekki hægt að treysta á það.
Fljótlegra er að slá þetta inn heldur en að þurfa að taka upp símann og benda okkur á greiðsluna

15.10.2014

Ekki slæging á Skagaströnd miðvikudaginn15.10.14 til föstudagsins 17.10.14 Aftur sælgt mánudaginn 20.10.14

07.10.2014

Tilkynning frá Fiskflök:

Ný slægingarþjónusta hefur opnað að Hrannargötu 2 í Reykjanesbæ.
Byggt á gömlum grunni með margra ára reynslu.
Gott utanumhald.

Tökum að okkur slægingu, flokkun, gámafrágang, umísun og endurvigtun.
Í boði er að taka fisk frá öllum mörkuðum og einnig bátum.
Getum sótt fisk á markaði í Grindavík og Sandgerði ef þess er óskað.
Upplýsingar gefur Rúnar í síma 780-2050 og á tölvupóst fiskflok@gmail.com

30.09.2014

Nú eru komnir 4 dagar síðan nýja síðan var sett í loftið og við erum ótrúlega ánægð með viðbrögðin. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir sem hafa hringt til okkar eingöngu til að lýsa yfir ánægju sinni yfir nýju síðunni, alltaf gaman að heyra þegar fólk er ánægt!

Við höfum einnig fengið nokkrar ábendingar um hluti sem mættu betur fara og erum búin að gera eftirfarandi breytingar:

  • Þjappa prentútliti á töflum (núna kemst jafn mikið fyrir á sama blaðsíðufjölda og í gömlu síðunni)
  • Bæti við, neðst á síðunni, takkanum “Nota tölvuvænt útlit” sem slekkur á farsímaútlitinu á síðunni. Þetta er eingöngu sjáanlegt í farsímum og öðrum “mobile” tækjum
  • Meiri upplýsingar í “Fylgirit reikninga” og samtölur
  • Eyk upplýsingar í Excel útgáfu af fiskkaupum
  • Eyk virkni og upplýsingar í Excel útgáfu af fisksölu

Ásamt yfir 40 aðrar litlar lagfæringar og breytingar síðan að við settum síðuna í loftið. Við vonum að þið njótið vel og ekki hika við að hafa samband við okkur ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað ykkur með.

29.09.2014

Bjarni Áskelsson hefur látið af störfum hjá RSF.
Starfsfólk og stjórn RSF þakkar honum samstarfið og samveruna á liðnum árum.

27.09.2014

Ný heimasíða RSF er nú komin í gang með hinum ýmsu nýjungum, breytingum og lagfæringum sem við vonum að komi sem flestum til góða. Á meðal nýjunga má nefna:

  • Stuðningur við farsíma
  • Lifandi uppfærsla á uppboði (í stæðulistanum)
  • Betri útprentanir
  • Auknir valmöguleikar í listum
  • Tilkynningar um verðbreytingar á stæðum (eingöngu fyrir kaupendur eins og er)
  • Excel og XML útgáfa af Fisksölu
  • Betri forsíða
  • Almenn virkni á síðunni tvöfalt hraðari
  • Betri upplýsingar um stæður þegar smellt er á þær í fiskkaupum/fisksölu
  • Stuðningur við löndunarnúmer
  • Breiðari síða svo hægt sé að koma meiri upplýsingum fyrir á skjánum

Nokkrar breytingar hafa einnig fylgt þessum nýjungum en þær helstu sem við viljum taka fram eru að “Framboð í dag sundurliðað” er nú komið inn í stæðulistann, og að hliðarvalmyndin (þar sem þú valdir hvaða lista þú vildir sjá eins og Fiskkaup eða Fisksölu o.s.frv.) er nú komin í röndina uppi og er lárétt í staðinn fyrir lóðrétt. Það var gert til að auka lárétt pláss svo hægt væri að stækka letrið og koma meiri upplýsingum fyrir á skjáinn.

Vonandi njótið þið þessara breytinga vel og ef þið eruð með einhverjar athugasemdir eða spurningar ekki hika við að hafa samband við RSF, annað hvort í síma 420-2000 eða senda póst á rsf@rsf.is.