Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
01.07.2014

Nýlega hóf Jóhann Ólason störf hjá UMB sem þjónustustjóri.

Hann mun sinna daglegri umsýslu kera og þjónustu við notendur. Jóhann starfaði áður sem þjónustustjóri við stýringu á fiskdreifingu hjá Flytjanda, og þekkir því vel til á markaðssvæði UMB

03.06.2014

Frá og með 31.maí 2014 verður lokað um helgar hjá öllum útibúum Fiskmarkaðs Íslands hf. Helgaropnun verður endurmetin þegar makrílveiði hefst í júlí. Byrjað verður að taka á móti fiski um helgar eftir 1. september. Vegna árshátíðar starfsfólks verður einnig lokað föstudaginn 22.ágúst 2014.

Framkvæmdarstjóri

23.05.2014

Nú eru laugardagsuppboðin komin í sumarfrí og þess vegna verður ekkert uppboð á morgun, 24. maí. Þau munu byrja aftur næsta vetur.

20.05.2014

Frá og með 19. maí til og með 31. ágúst 2014 verður lokað um helgar hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hf á eftirtöldum útibúum:
Hafnarfjörður, Grindavík og Sandgerði.

Opið verður eftir þörfum á þessu tímabili hjá útibúum FMS á Ísafirði og á Höfn í Hornafirði.

Opnunartími hjá FMS í Hafnarfirði í sumar verður sem hér segir:
Mánudagar 6 – 21
Þriðjudagar – Föstudagar 0 – 21
Lokað um helgar​

Byrjað verður að landa klukkan átta að morgni mánudaga á þessu tímabili.
Við vonum að þetta valdi viðskiptavinum okkar ekki óþægindum.

– Framkvæmdarstjóri og starfsfólk Fiskmarkaðs Suðurnesja hf.

Helgar sem lokað verður:
24. – 25. maí
31. maí – 1. júní
7. – 8. júní –Annar í hvítasunnu 9. júní er opið frá 14 til 18.
14. – 15. júní
21. – 22. júní
28. – 29. júní
5. – 6. júlí
12. – 13. júlí
19. – 20. júlí
26. – 27. júlí
1. - 4. ágúst – Verslunarmannahelgi
9 . – 10. ágúst
16. – 17. ágúst
23. – 24. ágúst
30. – 31. ágúst

Opnunartími fyrir veturinn 2014/15 verður auglýstur síðar.​

14.05.2014

Fiskmarkaður Dalvíkur ehf hefur skipt um nafn og heitir núna Fiskmarkaður Norðurlands ehf.

Skammstöfun hans í kerfi RSF hefur þar af leiðandi verið breytt í FMN.

Markaðurinn hefur einnig flutt í nýtt húsnæði að Ránarbraut 1 á Dalvík.

30.04.2014

Að gefnu tilefni viljum við ítreka að það er ekkert uppboð 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Hægt er að sjá uppboðsdaga RSF á dagatalinu hér