Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
28.04.2015

RSF hafa borist margar fyrirspurnir um fimmtudaginn 30/4 ef það kemur til verkfalls sem allar líkur eru á.

Eftirfarandi eru upplýsingar frá nokkrum mörkuðum hvernig þessu verður háttað hjá þeim ef til þessu kemur:

Einnig er óvíst með flutning frá mörgum stöðum þar sem starfsfólk flutningsaðila verða í verkfalli. Kaupendur verða á athuga með sína flutningsaðila. Ef flutningsaðilar eru í verkfalli mun aflinn verða fluttur á sunnudaginn 3/5, nema annað sé tekið fram. Sjá frétt frá Samskipum hér

– Fiskm. Norðurlands:
Fiskur á uppboði og afgreiddur úr húsi.

– Fiskm. Patreksfjarðar:
Lokað

– Fiskm. Siglufjarðar:
Lokað.

– Fiskm. Vestmannaeyja:
Gæti orðið fiskur á uppboði, afgreiddur úr húsi. Fiskur sem fer upp á land fer með fyrstu ferð á laugardeginum.

– Fiskm. Vestfjarða:
Lokað

– Fiskm. Austurlands:
Opið og það fer 1 bíll frá hvoru flutningsfyrirtæki.

– Fiskm. Djúpavogs:
Opið og fiskur afgreiddur úr húsi.

14.04.2015

Í dag (14/4) og á morgun raskast áætlun Herjólfs vegna árlegra stoppdaga. Ferjan siglir ekki seinni ferð í dag og enga ferð á morgun. Sjá nánar hér

25.03.2015

Undanfarnar vikur hefur RSF verið að skipta yfir í nýjan og öflugri vélbúnað. Uppboðið, vefsíðan og fleira er þegar komið yfir, en á sunnudaginn (29/3) munum við leggja lokahönd á það og færa kerfi fiskmarkaðanna, Boða og gagnagrunninn yfir. Þess vegna mun verða truflun á tengingu við vefsíðuna frá kl. 10:00 til 14:00 á sunnudaginn. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

12.03.2015

Ekki hægt að fá slægingu á Skagaströnd fimmtudaginn 12.03.2015 til og með sunnudeginum 15.03.2015.

25.02.2015

Vegna veðurs er óvíst með flutning fisks frá Patreksfirði í dag. Það er ekki útilokað en verið er að skoða málin og vonandi næst flutningurinn. Hafa samband við Egil í síma 895-8931 ef einhverjar spurningar vakna.

16.02.2015

Eins og kaupendur hafa tekið eftir hefur fiskur verið til sölu með fráganginum “Ofurkæling”
Þetta er fiskur sem fer -1c kaldur í körin í lestinni og er fiskurinn ekkert ísaður um borð. Síðan er ísað yfir allan afla sem fer á markað, strax við löndun.