Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
31.07.2015

Eftir að reikningagerð og afreikningagerð er lokið í dag, föstudaginn 31/7, er komin verslunarmannahelgi hjá starfsfólki RSF. Því ætti að vera lokið um 11:30.

28.07.2015

Minnum á að það verður ekkert uppboð föstudaginn (31/7) fyrir verslunarmannahelgi né á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 3/8.

17.07.2015

Frá og með mánudeginum 20. júlí 2015 sjá Landflutningar um móttöku og afgreiðslu á fiski utan af landi í húsi sínu í Reykjavík.

Þar með lýkur tuttugu og þriggj ára móttökuþjónustu á fiski af landsbyggðinni, hjá FMS í Hafnarfirði ( Faxalóni).

Starfsmenn FMS í Hafnarfirði þakka flutningsaðilum, kaupendum og öðrum samstarfsaðilum kærlega fyrir farsælt samstarf í gegnum árin.

Nýr opnunartími FMS í Hafnarfirði er á milli 7 - 19 alla virka daga ( til kl. 21 ef bátar eru á sjó í Hafnarfirði).

Fiskur seldur frá Drangsnesi og Norðurfirði í gegnum FMS Hafnarfirði verður til afgreiðslu í Hafnarfirði kl. 7 morguninn eftir sölu.

Kær kveðja,

Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri FMS

14.07.2015

Það verður ekki boðið upp á slægingu á Skagaströnd í júlí og ágúst.

13.07.2015

Sumarlokun frá og með deginum í dag 13.07.2015-13.08.2015 Kveðja Fiskflök ehf Reykjanesbæ

29.06.2015

Umbúðamiðlun mun frá og með 1. júlí innheimta leigu fyrir ker í sinni eigu sem notuð eru undir ís.

Það á við um t.d. fiskverkanir og aðra sem fá ís afhentan án þess að um venjulega afhendingu tómra kera sé að ræða, t.d. um borð í skip, eða skv. leigusamningi við Umbúðamiðlun.

Leiga á keri undir ís er í dag 350 kr/ker. Kerum skal skilað þegar þau hafa verið tæmd einu sinni.

Frekari upplýsingar veitir Umbúðamiðlun ehf í síma 555-6677, eða umb@umb.is