Minnum á að það verður ekkert uppboð föstudaginn (31/7) fyrir verslunarmannahelgi né á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 3/8.
Minnum á að það verður ekkert uppboð föstudaginn (31/7) fyrir verslunarmannahelgi né á frídegi verslunarmanna, mánudaginn 3/8.
Frá og með mánudeginum 20. júlí 2015 sjá Landflutningar um móttöku og afgreiðslu á fiski utan af landi í húsi sínu í Reykjavík.
Þar með lýkur tuttugu og þriggj ára móttökuþjónustu á fiski af landsbyggðinni, hjá FMS í Hafnarfirði ( Faxalóni).
Starfsmenn FMS í Hafnarfirði þakka flutningsaðilum, kaupendum og öðrum samstarfsaðilum kærlega fyrir farsælt samstarf í gegnum árin.
Nýr opnunartími FMS í Hafnarfirði er á milli 7 - 19 alla virka daga ( til kl. 21 ef bátar eru á sjó í Hafnarfirði).
Fiskur seldur frá Drangsnesi og Norðurfirði í gegnum FMS Hafnarfirði verður til afgreiðslu í Hafnarfirði kl. 7 morguninn eftir sölu.
Kær kveðja,
Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri FMS
Það verður ekki boðið upp á slægingu á Skagaströnd í júlí og ágúst.
Sumarlokun frá og með deginum í dag 13.07.2015-13.08.2015 Kveðja Fiskflök ehf Reykjanesbæ
Umbúðamiðlun mun frá og með 1. júlí innheimta leigu fyrir ker í sinni eigu sem notuð eru undir ís.
Það á við um t.d. fiskverkanir og aðra sem fá ís afhentan án þess að um venjulega afhendingu tómra kera sé að ræða, t.d. um borð í skip, eða skv. leigusamningi við Umbúðamiðlun.
Leiga á keri undir ís er í dag 350 kr/ker. Kerum skal skilað þegar þau hafa verið tæmd einu sinni.
Frekari upplýsingar veitir Umbúðamiðlun ehf í síma 555-6677, eða umb@umb.is
Að gefnu tilefni vill RSF ítreka eftirfarandi:
Greiðsluseðlar birtast í netbanka kaupanda sem sýna reikninga sem þeir skulda. Ef kaupendur nota ekki greiðsluseðlana í netbankanum til að greiða reikninga, inn á þá eða til að greiða fyrirfram, skulu þeir nota 6 stafa númer sem byrjar á 8 og fylla upp með núllum og síðan kaupendanúmerið (8xxxxx) til að auðkenna greiðslurnar. T.d. ef kaupendanúmerið er 100 þá er skráð 800100. Það er áreiðanlegra fyrir alla og flýtir mjög mikið ferlinu. Greiðslan skráist þá sjálfkrafa innan 2 mínútna inn í kerfi RSF.
Hér er listi yfir heiti sviðsins sem nota á í netbönkunum:
Arion banki = Seðilnúmer
Landsbanki / fyrirtækjabanki = Stutt tilvísun
Landsbanki / einkabanki = Tilvísun
Sparisjóður = Tilvísun
Íslandsbanki = Stutt skýring (tilvísun)
Notið alla 6 stafina 8xxxxx!
RSF er með þessu að auka sjálfvirkni og hraða við skráningu á greiðslunum inn í kerfi sitt og ef seðlarnir í netbanka eru ekki notaðir og/eða tilvísunin er röng gæti það seinkað skráningu eða jafnvel skráist rangt. Samt sem áður hvetur RSF kaupendur til að greiða ekki á síðustu stundu til að tryggja sig.