Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
22.08.2012

Gjaldið er kr. 1.500 á mánuði án vsk, en rukkaðar verða kr. 6.000 út árið ef ekki er búið að skrá netfangið fyrir 31. ágúst. Síðan verður rukkað á 6 mánaða fresti (9.000). Þetta verður rukkað fyrirfram.

Kaupendur geta skráð netfang þess eða þeirra (komma á milli) sem eiga að fá reikninginn í einkaaðgangum undir “Stillingar” eða sent á RSF (rsf@rsf.is).

Reikningurinn mun verða sendur á þau netföng um leið og hann er útbúinn.

Einnig er hægt að nálgast reikninginn í einkaaðgangi.

RSF bendir kaupendum, sem hafa ekki einkaaðgang nú þegar, að sækja um hann. Það er gert hér.

27.07.2012

Hann verður sendur í tölvupósti. Kaupendur geta skráð netfang þess eða þeirra (komma á milli) sem eiga að fá reikninginn í einkaaðgangum undir “Stillingar” hér á vefsíðu RSF eða sent á RSF (rsf@rsf.is). Reikningurinn mun verða sendur á þau netföng um leið og hann er útbúinn. Einnig er hægt að nálgast reikninginn í einkaaðganginum.
RSF bendir kaupendum, sem hafa ekki einkaaðgang nú þegar, að sækja um hann.

Þeir sem vilja fá reikninginn sendan í bréfapósti áfram geta fengið það gegn gjaldi.

22.06.2012

Hér er smá listi yfir þær lagfæringar og/eða endurbætur sem hafa komið inn á síðuna síðastliðinn einn og hálfan mánuð.

Kaupendur:

 • Hægt er að raða fiskkaupum annað hvort eftir uppboðsdegi eða markaði með því að smella á tannhjólið uppi í hægra horninu
 • Sýni nafn og númer kaupanda á lista yfir reikninga
 • Bætti við upprunalegum skipaskrárnr í Veiðivottorði
 • Raða veiðivottorðinu eftir löndunardegi og svo fisktegund
 • Hægt er að sækja fiskkaupin í Excel og XML
 • Bætti við eftirstöðvum á ógreiddum reikningum í Reikningsyfirliti
 • Bætti við Julian Code í Excel útgáfunni af veiðivottorðinu

Seljendur:

 • Sýni nafn og númer seljanda á lista yfir afreikninga
 • Aðskil VS sölu frá öðrum sölum í fisksölu
 • Hægt er að velja að sjá eingöngu venjulega sölu eða eingöngu VS sölu í Fisksölu

Allir:

 • Hægt er að velja Stæðu frá og Stæðu til í stæðulistanum með því að smella á litla tannhjólið uppi í hægra horninu
 • Hægt að smella á fisktegund í Framboð í dag og þá sérðu sundurliðað framboð/stæðulista fyrir þá fisktegund
 • Raða fisktegundum á Heild síðasta uppboð á sama hátt og framboðið er raðað
 • Bætti við sjálfvirkri uppfærslu á stæðulistanum (hakið í Uppfæra sjálfkrafa og þá uppfærist listinn eftir því hvar uppboðið er staðsett)
 • Raða mörkuðum í réttri röð þegar valið er að flokka eftir mörkuðum í Framboð -> Í dag sundurliðað
 • Hægt að sækja gögnin í Excel útgáfu í Almennt -> Samantekt
 • Bætti við “Síðasta kaupavika” í “Tímabil”
 • Bætti við GSM númeri hjá fiskmörkuðum

Ásamt mörgum öðrum litlum lagfæringum og breytingum. Við vonum að þið getið nýtt ykkur þessar lagfæringar og endilega hafið samband ef það er eitthvað sem betur má fara.

11.06.2012

Athugasemd vegna frumvarps um stjórn fiskveiða

Íslenskir fiskmarkaðir hafa verið leiðandi afl í frjálsri verðmyndun á fiski og stuðlað að verulegri verðmætaukningu. Það verð sem þar myndast er notað sem grunnur til útreiknings uppgjörs hjá fjölda aðila tengdum sjávarútvegi.

Undirrituðum finnst í hæsta máta óeðlilegt að almennt lætur frumvarpið sig ekkert varða starfsemi íslenskra fiskmarkaða í ljósi umfangs þeirra. Á árinu 2011 voru seld 91 þúsund tonn af bolfiski í gegnum íslenska fiskmarkaði fyrir rúma 26 milljarða króna. Fiskmarkaðirnir eru 14 fyrirtæki á tæplega 30 stöðum í kringum landið. Hjá þeim starfa vel á annað hundrað starfsmenn og þjónustufyrirtæki við starfsemi þeirra eru mýmörg.

Með pottum og byggðakvóta, þar sem fiski er vísað fram hjá eðlilegri verðmyndun, er vegið að starfssemi fiskmarkaðanna.

Skamkvæmt fjölmörgum úttektum og álitsgerðum um frumvörpin kemur fram að þau muni hafa hvað neikvæðust áhrif á tiltekin útgerðarflokk þ.e. minni og meðalstórar útgerðir sem ekki eiga beina aðild að fiskvinnslu. Þessar útgerðir eru og hafa verið þau fyrirtæki sem hafa lagt til drjúgan hluta þess afla sem seldur er á íslenskum fiskmörkuðum.

Undirritaðir gera það að tillögu sinni að allur fiskur sem veiddur er af kvóta úthlutuðum til rannsókna, fræðslu, strandveiða, sjóstangveiðimóta og frístundaveiða fari skilyrðislaust til uppboðs á fiskmarkaði.

Mikilvægt er að átak verði gert í samræmingu á vigtun alls sjávarafla m.a. með því að allur afli verði veginn með sama hætti innanlands.

Páll Ingólfsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands hf

Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja hf

Eyjólfur Þór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða hf

05.06.2012

Slæging ehf Reykjanesbæ verður lokuð vegna sumarleyfa frá 1. júní til og með 15. ágúst 2012.

Slæging ehf Básvegi 1 Reykjanesbæ Sími 4213865

16.05.2012

Á morgun uppstigningardag er uppboð kl 13:00 eins og venjulega. Næstkomandi laugardag 19. maí er síðan síðasta laugardagsuppboðið.