Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
11.02.2014

Sjónvarpsstöðin N4 er nú að endursýna þáttaröðina Auðæfi-hafsins. Mjög fræðandi og skemmtilegir þættir. Í öðrum þætti er fjallað um Reiknistofuna og uppboð á fiskmörkuðum, hvetjum alla til að horfa á þættina. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á þann hluta þáttarins sem fjallar um uppboð á fiskmörkuðum.

06.02.2014

Stjórn FMSI hefur ákveðið að gera breytingu á gjaldskrá sinni frá og með 7. febrúar 2014.

Breytingin felst fyrst og fremst í að lækka % sem tekin er af seljendum og setja þau föstu gjöld sem tekin eru við móttöku og löndun sem næst tilkostnaði við veitta þjónustu.

Einnig eru kaupendagjöld færð nær þeim kostnaði er hlýst við veitta þjónustu.

Gjaldskrána má sjá með því að smella hér.

31.01.2014

Þar sem mikill skortur er á fiskikössum eru viðskiptavinir Umbúðamiðlunar vinsamlega beðnir um að koma þeim sem fyrst á næsta markað, hreinum!

31.01.2014

Stjórn FMS hefur ákveðið að gera breytingu á gjaldskrá sinni frá og með 7. febrúar 2014.

Breytingin felst fyrst og fremst í að lækka % sem tekin er af seljendum og setja þau föstu gjöld sem tekin eru við móttöku og löndun sem næst tilkostnaði við veitta þjónustu.

Einnig eru kaupendagjöld færð nær þeim kostnaði er hlýst við veitta þjónustu.

Gjaldskrána má sjá á heimasíðu www.fms.is

31.01.2014

Landflutningar-Samskip hafa það að markmiði að veita viðskiptavinum góða þjónustu á sanngjörnu verði og eru áætlanir settar upp með það að leiðarljósi. Til að lágmarka kostnað við fiskflutninga frá Þingeyri, Flateyri og Suðureyri verður ekið þaðan samkvæmt áætlun félagsins, þ.e. á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 14.00. Aukist eftirspurn frá þessum markaðssvæðum verður brugðist við með tíðari ferðum.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hálfdánsdóttir, rekstrarstjóri Landflutninga á Ísafirði í síma 458 8855

03.01.2014

Fiskmarkaður Íslands hf hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna breytinga á gjaldskrá sinni. Hana er hægt að sjá hér