Engin slæging verður á Skagaströnd í dag miðvikudaginn 2.okt og á morgun fimmtudaginn 3.okt.
Engin slæging verður á Skagaströnd í dag miðvikudaginn 2.okt og á morgun fimmtudaginn 3.okt.
Vegna árlegra stoppdaga Herjólfs verður engin ferð með skipinu í dag, 25. september. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun á morgun. Sjá vefsíðu Eimskipa
Ekki hægt að fá slægingu á Skagaströnd á fimmtudag 5.9.13 og föstudag 6.9.13
Að gefnu tilefni vill RSF útskýra hvernig byrjunarverð á uppboðinu er ákveðið.
Tölvukerfið ákveður það sjálft á eftirfarandi hátt:
Það skoðar hverja stæðu fyrir sig og athugar hvaða fisktegund er verið að selja, ástand (sl/ósl), stærð og magn.
Það skoðar sögu verðs á sömu tegund, ástandi og stærð í síðasta skiptið sem það var selt og notar hæsta verðið síðan þá og bætir við það upphæð sem ákveðin er í forsendum hverrar fisktegundar.
Þetta byrjunarverð getur síðan breyst þegar sama samsetning er seld aftur ef magnið er nægilegt.
Það er einnig ákveðið í forsendum hverrar fisktegundar hvað er marktækt magn.
Þetta hefur það þróast í þau 10 ár sem Fisknetið hefur verið í notkun.
Tökum dæmi:
Ef við segjum að hæsta verð á ákveðinni samsetningu í gær hafi verið kr. 300 þá byrjar klukkan á því verði að viðbættri upphæð sem skilgreind er.
Ef sú upphæð er kr. 70 þá byrjar kerfið á kr. 370, ef hún er 120 þá er byrjunarverðið 420.
Síðan selst fyrsta stæðan í dag á kr. 330 og magnið er marktækt þá hækkar hún byrjunarverðið um kr. 30 á næstu stæðu með sömu samsetningu (fisktegund, ástand og stærð) í kr. 400 eða 450.
Ef síðan næsta stæða fer á lægra verði breytir hún ekki byrjunarverðinu heldur notar áfram 400 eða 450.
Aftur á móti ef stæða með sömu samsetningu fer á hærra verði en kr. 330 og magnið er marktækt þá hækkar kerfið byrjunarverðið um það sem því nemur.
Segjum að þessi samsetning fari næst á kr. 337 þá hækkar hún byrjunarverðið um kr. 7 (407 eða 457).
Síðan þegar búið er að bjóða upp allar stæður með þessari samsetningu þá geymir kerfið hæsta verð dagsins og notar það á morgun.
Uppboðshaldari skoðar samt fyrir hvert uppboð byrjunarverðin á öllum samsetningum og athugar hvort þau séu í lagi því stundum verður til verð sem er út úr kortinu þ.s. í síðasta skiptið sem hún var seld var t.d. ein stæða og hún var afbrigðileg (t.d. dauðblóðgað)
Vona að þetta sé skýrt og upplýsi viðskiptamenn markaðanna um hvernig byrjunarverðið í fundið. Þetta er ekki óbrigðult þ.s. sveiflur geta verið töluverðar milli daga í mörgum fisktegundum en forsendurnar hafa verið þróaðar í nokkuð mörg ár og gengið að mestu áfallalaust.
Í einkaaðgangi kaupenda er núna hægt að taka út bráðabirgðareikning fyrir líðandi viku.
Athugið:
RSF ábyrgist ekki að þessar tölur séu hárréttar eða endanlegar tölur á reikningi. Ekki er ráðlegt að nota tölurnar á þessari síðu fyrir bókhaldsgögn.
Skrifstofa RSF verður einungis opin fram að hádegi föstudaginn 2. ágúst.