Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
05.02.2013

Breyting hefur verið gerð á samantekt í einkaaðgangi. Notendur hafa nú fleiri valkosti. Til að opna fyrir þá er smellt á tannhjól (sjá mynd).

26.12.2012

Nú er hægt að taka út nýjan lista hér á vefsíðunni. Hann er fyrir kaupendur og er undir “Fylgirit reikninga”. Þar eru gjöld kaupenda samantekin í flokka, afgreiðslugjöld, flutningsgjöld og svo frv. Þægilegt fylgiskjal til útprentunar fyrir bókarann. Valin er reikningur og ýtt á „Sækja færslur“ og þá birtist listi þar sem fiskkaup og gjöld eru sundurliðuð á markaði. Neðst er síðan ofangreind samantekt. Hægt er að taka EINGÖNGU út samantektina á gjöldunum með því að haka í „Sýna eingöngu samtölu“ efst á síðunni.

21.12.2012

Skrifstofa RSF verður lokuð frá kl. 15:30, föstudaginn 21/12 til fimmtudagsins 27/12. Það verður ekkert uppboð laugardaginn, 22/12. Síðan verður uppboð laugardaginn 29/12 ef eitthvað verður til að selja, en lokað á gamlársdag og opnað 2/1 á nýju ári. Gleðileg jól!

19.12.2012

Vegna komandi hátíða þá eru síðustu áætlunarferðir Landflutninga Samskipa á eftirfarandi dögum: 21. desember n.k.er síðasta ferð fyrir jól og 28 .desember n.k.síðasta ferð fyrir áramót. Fyrsta ferð eftir áramót er 2. janúar 2013.

19.12.2012

Síðustu áætlanaferðir fyrir jól verða föstudaginn, 21. desember.
Fyrir áramót verða áætlunarferðir 27. og 28. desember. Áætlunarferðir á öllum leiðum frá og með miðvikudeginum, 2. janúar 2013

12.12.2012

Að gefnu tilefni vill RSF ítreka við kaupendur að fylgjast vel með þegar þeir eru að bjóða í. Fara inn tímanlega á klukkuna og á vefsíðu RSF https://rsf.is/staedulisti og skoða stæðulistann. Skoða vel hvað þeir eru að bjóða í. Skoða veiðarfæri, stærð og fleira. Ekki síst athugasemdirnar. Einnig að fylgjast vel með byrjunarverðinu. Bendum á að ef kaupendur fara ekki tímanlega inn og lenda í tengingarvandamálum þá getur það verið dýrkeypt.