Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
04.11.2013

Ekki slæging á Skagaströnd í dag.04.11.2013

24.10.2013

Ágætu viðskiptavinir.

Til að anna eftirspurn eftir tómum kerum eru það vinsamleg tilmæli að þeim sé skilað við allra fyrsta tækifæri eftir losun þeirra og þvott.

Um leið minnum við á að ker í eigu UMB eru eingöngu ætluð undir matvæli og viljum við því biðja þá sem hugsanlega eru að nota þau undir annað, t.d. í vinnslu án heimildar, undir veiðarfæri, rusl, eða þess háttar, að koma þeim strax í eðlilega umferð.

Vegna strandflutninga með tóm ker hefur hægst mikið á veltuhraða þeirra þar sem tíma tekur að fylla gáma af kerum sem fara eiga með skipunum út á land. Því er gríðarlega mikilvægt að ker tefjist ekki að óþörfu af öðrum orsökum.

Það er okkar allra hagur að tóm ker séu ávallt til staðar undir afla.

14.10.2013

Vegna ábendingar um verkliðinn “Samantekt reikninga” er búið að breyta honum. Takk fyrir ábendinguna og hikið ekki við að benda okkur á ef bæta má vefsíðuna. Einnig er núna hægt í upplýsingum á kaupafærslu að sjá hvort hún er komin á reikning og ef svo er þá sést lokadagur reikningsins og reikningsnúmer.

11.10.2013

Fyrsta laugardagsuppboð vetrarins verður á morgun. Hér á vefsíðunni er hægt að sjá hvenær uppboð eru og hvenær ekki undir Um RSF-Uppboðstímar. Það eru ekki uppboð á þeim dögum sem eru rauðir :)

09.10.2013

Engin slæging hjá Fiskmarkaði Þórshafnar á Húsavík. Tilkynning verðu send út þegar hún hefst aftur.

08.10.2013

Búið er að setja 2 nýja lista inn í einkaaðgang. Annar er fyrir kaupendur og heitir “Samantekt reikninga”. Þar er hægt að taka út samtölur fyrir reikninga á völdu tímabili. Svipaður listi er kominn seljendamegin sem heitir “Samantekt afreikninga”. Þar eru einnig lagðir saman helstu liðir afreikninga á völdu tímabili. Þarna er hægt að taka út afstemmingu t.d. vegna VSK.