Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
26.07.2013

RSF lenti í töluverðum hremmingum í morgun þar sem greiðslukerfið bilaði og greiðslustaða kaupenda var ekki rétt. Þess vegna tafðist uppboðið verulega. Við biðjumst afsökunar á því. Ennþá eru ekki allir kaupendur réttir en við erum að vinna í lagfæringum og þetta ætti að verða í lagi eftir helgi. Enn og aftur biðjumst við afsökunar á þessu. Góða helgi!

25.07.2013

Lokað á morgun (föstudag 26. júlí) í slægingunni á Fiskmarkaði Skagastrandar. Einnig lokað á fimmtudag (1. ágúst) í næstu viku.

25.06.2013

Ekki slæging á Skagaströnd í dag 25. júní 2013

24.05.2013

Opnunartímar í sumar

Fiskmarkaður Íslands hf minnir á. Frá og með 25.maí verður lokað um helgar í öllum útibúum Fiskmarkaðs Íslands hf. Byrjað verður að taka á móti fiski um helgar 1.september.

Framkvæmdarstjóri

02.05.2013

Þeim seljendum sem eru að koma inn nýjir eða eftir langan tíma er bent á að kanna hvort upplýsingar um þá séu örugglega réttar í tölvukerfi RSF. Vinsamlegast hafið samband við ykkar fiskmarkað eða RSF og tékkið á þessu. Er réttur aðili á bak við, rétt heimilisfang, reikningsnúmer og svo frv. Þeir sem eru með einkaaðgang geta líka flett upp á þessu undir “Viðskiptaupplýsingar”. Þeir sem eru ekki með einkaaðgang eru hvattir til að sækja um hann.

20.04.2013

Þann 20. apríl 2012 var ný heimasíða RSF sett í loftið, ásamt nýju bakvinnslukerfi sem tók við af Tengli og heitir Boði. Þetta eru búnir að vera frábærir 12 mánuðir og við, starfsfólk Reiknistofu fiskmarkaða, erum þakklát fyrir allan þann stuðning og hvatningu sem við höfum fengið frá okkar viðskiptavinum og samstarfsfólki.

Við munum halda stöðugt áfram að þróa og bæta heimasíðuna og okkar kerfi og hlökkum til að geta kynnt þær nýjungar sem við erum að vinna í.

Takk fyrir!
- Starfsfólk RSF