Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
03.01.2014

RSF breytti fisknetsgjaldinu um áramót í kr. 8.500 í stað kr. 7.500 á mánuði.

Fisknetsgjaldið hefur verið það sama síðan Fisknetið var tekið í notkun á árinu 2003.

Þeir kaupendur sem nota Fisknetið hvort sem þeir kaupa eður ei eru rukkaðir um gjaldið.

Í stað þess mun RSF fella niður svokallað VPN-gjald sem var kr. 750 á mánuði .

Hikið ekki við að hafa samband við RSF ef þið eruð með spurningar.

20.12.2013

RSF hefur farið fram á við banka sem ábyrgjast kaupendur á fiskmörkuðum að þeir samræmi sínar ábyrgðir. Þetta er gert til að jafna kjör kaupendanna því þau eru misjöfn og fara eftir hvaða banki ábyrgist þá. Einnig hafa skilmálar sumra ábyrgða ekki verið nógu skýrir og RSF vill breyta því.

RSF hefur náð samkomulagi við bankana um þessa skilmála og munu þeir verða í sambandi við kaupendur þar sem þörf er á breytingum.

RSF hefur gefið frest til breytinga til 15. janúar og frá og með þeim degi verða þær ábyrgðir sem komast ekki gegnum “nálarauga” RSF ekki teknar gildar.

Hikið ekki við að hafa samband við RSF ef þið eruð með spurningar.

11.12.2013

Ágætu viðskiptavinir.

Til að anna eftirspurn eftir tómum kerum eru það vinsamleg tilmæli að þeim sé skilað við allra fyrsta tækifæri eftir losun þeirra og þvott.

Um leið minnum við á að ker í eigu UMB eru eingöngu ætluð undir matvæli og viljum við því biðja þá sem hugsanlega eru að nota þau undir annað, t.d. í vinnslu án heimildar, undir veiðarfæri, rusl, eða þess háttar, að koma þeim strax í eðlilega umferð.

Vegna strandflutninga með tóm ker hefur hægst mikið á veltuhraða þeirra þar sem tíma tekur að fylla gáma af kerum sem fara eiga með skipunum út á land. Því er gríðarlega mikilvægt að ker tefjist ekki að óþörfu af öðrum orsökum.

Það er okkar allra hagur að tóm ker séu ávallt til staðar undir afla.

09.12.2013

Ekki verður boðið upp á slægingu á Skagaströnd frá 9. t.o.m. 12 desember.

07.12.2013

Ekki slæging á Skagaströnd í dag laugardag 7.12.2013

18.11.2013

Ekki slæging á Skagaströnd vikuna 18.11.2013 - 24.11.2013.