Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
22.02.2013

Í haust innleiddi RSF athugasemdakerfi á síðunni. Til að gera athugasemd við kaupafærslu er farið inn í einkaaðgang og smellt á “Fiskkaup”. Síðan er fundin kaupafærslan og smellt á stæðunúmerið.

Fiskkaup

Þá opnast kaupafærslan og upplýsingar um hana.

Upplýsingar um stæðu

Þar er hægt að skrá athugasemd, og setja inn viðhengi, t.d. myndir eða skýrslu. Síðan er smellt á “Senda athugasemd” og þá fær viðkomandi markaður tölvupóst. Einnig er hægt að bæta við netfangi til að senda á, í þar til gerðan reit. Ef starfsmaður markaðsins svarar athugasemdinni eins og honum ber, munu samskiptin vistast í þessari mynd.

05.02.2013

Breyting hefur verið gerð á samantekt í einkaaðgangi. Notendur hafa nú fleiri valkosti. Til að opna fyrir þá er smellt á tannhjól (sjá mynd).

26.12.2012

Nú er hægt að taka út nýjan lista hér á vefsíðunni. Hann er fyrir kaupendur og er undir “Fylgirit reikninga”. Þar eru gjöld kaupenda samantekin í flokka, afgreiðslugjöld, flutningsgjöld og svo frv. Þægilegt fylgiskjal til útprentunar fyrir bókarann. Valin er reikningur og ýtt á „Sækja færslur“ og þá birtist listi þar sem fiskkaup og gjöld eru sundurliðuð á markaði. Neðst er síðan ofangreind samantekt. Hægt er að taka EINGÖNGU út samantektina á gjöldunum með því að haka í „Sýna eingöngu samtölu“ efst á síðunni.

21.12.2012

Skrifstofa RSF verður lokuð frá kl. 15:30, föstudaginn 21/12 til fimmtudagsins 27/12. Það verður ekkert uppboð laugardaginn, 22/12. Síðan verður uppboð laugardaginn 29/12 ef eitthvað verður til að selja, en lokað á gamlársdag og opnað 2/1 á nýju ári. Gleðileg jól!

19.12.2012

Vegna komandi hátíða þá eru síðustu áætlunarferðir Landflutninga Samskipa á eftirfarandi dögum: 21. desember n.k.er síðasta ferð fyrir jól og 28 .desember n.k.síðasta ferð fyrir áramót. Fyrsta ferð eftir áramót er 2. janúar 2013.

19.12.2012

Síðustu áætlanaferðir fyrir jól verða föstudaginn, 21. desember.
Fyrir áramót verða áætlunarferðir 27. og 28. desember. Áætlunarferðir á öllum leiðum frá og með miðvikudeginum, 2. janúar 2013