Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
24.05.2013

Opnunartímar í sumar

Fiskmarkaður Íslands hf minnir á. Frá og með 25.maí verður lokað um helgar í öllum útibúum Fiskmarkaðs Íslands hf. Byrjað verður að taka á móti fiski um helgar 1.september.

Framkvæmdarstjóri

02.05.2013

Þeim seljendum sem eru að koma inn nýjir eða eftir langan tíma er bent á að kanna hvort upplýsingar um þá séu örugglega réttar í tölvukerfi RSF. Vinsamlegast hafið samband við ykkar fiskmarkað eða RSF og tékkið á þessu. Er réttur aðili á bak við, rétt heimilisfang, reikningsnúmer og svo frv. Þeir sem eru með einkaaðgang geta líka flett upp á þessu undir “Viðskiptaupplýsingar”. Þeir sem eru ekki með einkaaðgang eru hvattir til að sækja um hann.

20.04.2013

Þann 20. apríl 2012 var ný heimasíða RSF sett í loftið, ásamt nýju bakvinnslukerfi sem tók við af Tengli og heitir Boði. Þetta eru búnir að vera frábærir 12 mánuðir og við, starfsfólk Reiknistofu fiskmarkaða, erum þakklát fyrir allan þann stuðning og hvatningu sem við höfum fengið frá okkar viðskiptavinum og samstarfsfólki.

Við munum halda stöðugt áfram að þróa og bæta heimasíðuna og okkar kerfi og hlökkum til að geta kynnt þær nýjungar sem við erum að vinna í.

Takk fyrir!
- Starfsfólk RSF

04.04.2013

Fiskmarkaður Húsavíkur er hættur að bjóða uppá slægingu.

25.02.2013

Vinnureglur fiskmarkaða tengdum uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða.

“Vinnureglur þessar gilda almennt um viðskipti á öllum fiskmörkuðum tengdum uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða. Ef gæðakerfi einstakra fiskmarkaða kveða á um ítarlegri reglur við athugasemdum þá gilda þær, enda séu þær birtar á heimasíðu viðkomandi fiskmarkaðs.”

Hægt er að sjá skjalið í heild sinni með því að smella hér: Gæðamat á fiskmarkaði og meðhöndlun athugasemda

22.02.2013

Í haust innleiddi RSF athugasemdakerfi á síðunni. Til að gera athugasemd við kaupafærslu er farið inn í einkaaðgang og smellt á “Fiskkaup”. Síðan er fundin kaupafærslan og smellt á stæðunúmerið.

Fiskkaup

Þá opnast kaupafærslan og upplýsingar um hana.

Upplýsingar um stæðu

Þar er hægt að skrá athugasemd, og setja inn viðhengi, t.d. myndir eða skýrslu. Síðan er smellt á “Senda athugasemd” og þá fær viðkomandi markaður tölvupóst. Einnig er hægt að bæta við netfangi til að senda á, í þar til gerðan reit. Ef starfsmaður markaðsins svarar athugasemdinni eins og honum ber, munu samskiptin vistast í þessari mynd.